Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 12:33 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang i Kína. AP/Ng Han Guan Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum. Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum.
Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14
Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00