Fótbolti

Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann í leiknum í kvöld.
Jóhann í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm
Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir.

„Við töpuðum og strax eftir leik ertu ósáttur með það. Mér fannst þetta léleg mörk sem við fáum á okkur og eitthvað sem við eigum að geta lagað," sagði Jóhann  Berg í leikslok.

„Frábært mark sem Alfreð skorar og kemur okkur aftur inn í leikinn. Við fáum ágætis sénsa til að jafna leikinn en við töpuðum og það er ekki nógu gott."

Undir lokin var Ísland að spila afar vel og setti mikla pressu á svissneska liðið. Mátti kannski sjá íslensku einkennin þarna í lokin?

„Já, algjörlega. Frammistaðan hefur verið góð í síðustu en og við erum í þessu til að vinna, fyrir þessa þrjá punkta."

„Við gerðum það ekki á heimavelli og erum svekktir með það. Við getum kíkt á frammistöðuna síðar meir."

„Við vitum að mörkin eru eitthvað sem við getum komið í veg fyrir. Venjulega gerum það við en gerðum ekki í dag og það er svekkjandi."

„Svona er fótboltinn; ef þú sofnar á verðinum er þá refsað þegar þú spilar gegn góðum liðum og þeir gerðu það í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×