„Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2018 10:45 Jóhannes Þór Skúlason og Þórarinn Ævarsson. Fréttabllaðið/Ernir „Ég er vinur ferðaþjónustunnar. Það sem ég var að gera á þessum fundi var að reyna leiðbeina þeim því þeir eru farnir villu vegar. Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira með því að lækka verðin og selja aðeins meira,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea um ræðu sem hann hélt á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll um helgina Ummæli Þórarins hafa vakið mikla athygli og svo virðist sem að Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki sátt við orð Þórarins.Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni á morgun ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Óhætt er að segja að þeir séu ekki á sama máli og kom Jóhannes Þór ferðaþjónustuaðilum til varnar vegna ræðu Þórarins.Ummælin í ræðu Þórarins sem vöktu mesta athygli sneru að þeirri skoðun hans að ferðaþjónustuaðilar væru að okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Til þess að snúa þessari þróun við ættu ferðaþjónustuaðilar að fylgja fordæmi Ikea og reyna eftir fremsta megni að halda verðinu niðri og veitingamenn ættu að leggja áherslu á þjóðlegan mat.„Þeir stoppa og þeim er boðið upp á innflutta frosna köku með gervirjóma og uppáhelling og það kostar kannski tvö þúsund. Þetta er það sem fer algjörlega ofan í fólk,“ sagði Þórarinn. „Það er hægt að gera þetta miklu betur.“Gagnrýnendur Þórarins segja hann horfa framhjá þeirri gríðarlegu stærðarhagkvæmni sem verslun Ikea nýtur.Vísir/HANNAIkea ekki væntanlegt til Bolungarvíkur Gagnrýni Samtaka ferðaþjónustunnar á orð Þórarins snúa fyrst og fremst að því að það sé ósanngjarnt að að setja alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt. Það sé ekki sambærilegt að reka veitingahús í einni aðsóknarmestu verslun Íslands á höfuðborgarsvæðinu og að reka veitingastað á Stöðvarfirði.„Þú ert með lítinn veitingastað sem þú þarft að reka allt árið. Nota hann til þess að geta búið á staðnum, til þess að geta haldið uppi fjölskyldunni en ert ekki með ferðamannastraum nema fjóra mánuði á ári. Þá þarf að ná inn veltunni fyrir allt árið á þessum fjórum mánuðum. Þá er það spurning hvernig það er gert. Ef það er hægt að lækka verð og fá inn fleiri þá er það náttúrulega frábært. Það er ekkert hægt á öllum stöðum,“ sagði Jóhannes Þór.Væri verðið það sama í Ikea í Garðabæ og í Bolungarvík var Þórarinn þá spurður af þáttastjórnendum.„Það náttúrulega yrði aldrei Ikea á Bolungarvík,“ svaraði Þórarinn. Greip þá Jóhannes Þór orðið.„Þetta er nákvæmlega málið. Það er það sem ég er að segja, það eru aðrar rekstraraðstæður,“ svaraði Jóhannes Þór.Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/VilhelmVar fyrst og fremst að tala um vinsælustu ferðamannastaðina Í þættinum tók Þórarinn hins vegar fram að þrátt fyrir að hann hafi verið að predika yfir bændum á landbúnaðarsýningu, sem margir hverjir reka litlar bændagistingar, hafi orð hans ekki beinst að þeim sem eru að reka litla veitingastaði út á landi. Hann hafi helst verið að beina sjónum sínum að vinsælum ferðamannastöðum á landsbyggðinni sem heimsóttir eru af gríðarlega mörgum ferðamönnum á ársgrundvelli, sambærilegum fjölda og heimsæki Ikea á ári hverju, um milljón manns. „Farið á Mývatn, farið á Gullfoss og Geysi. Af hverju eru þessir staðir ekki mikið mikið ódýrari því að þeir sannarlega gætu gert það?“ spurði Þórarinn. Síðar í þættinum kom hann aftur inn á þennan punkt. „Það er enginn munur á ferðamannastöðunum þar sem hundruð þúsunda koma á hverju ári og litlu stöðunum. Það er enginn verðmunur á Gullfoss og Geysi, á Mývatni eða í Djúpavogi.“ Því ættu þeir sem reki veitingastaði og aðra þjónustu á vinsælustu ferðamannastöðunum hæglega að geta fylgt fordæmi Ikea og lækkað verð á vörum sínum til þess að fá bæði ánægðari og fleiri viðskiptavini.Innslagið í Bítinu þar sem rætt var við Þórarinn og Jóhannes Þór má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Ég er vinur ferðaþjónustunnar. Það sem ég var að gera á þessum fundi var að reyna leiðbeina þeim því þeir eru farnir villu vegar. Ég var að sýna þeim hvernig þú getur grætt miklu meira með því að lækka verðin og selja aðeins meira,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea um ræðu sem hann hélt á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll um helgina Ummæli Þórarins hafa vakið mikla athygli og svo virðist sem að Samtök ferðaþjónustunnar séu ekki sátt við orð Þórarins.Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni á morgun ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Óhætt er að segja að þeir séu ekki á sama máli og kom Jóhannes Þór ferðaþjónustuaðilum til varnar vegna ræðu Þórarins.Ummælin í ræðu Þórarins sem vöktu mesta athygli sneru að þeirri skoðun hans að ferðaþjónustuaðilar væru að okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Til þess að snúa þessari þróun við ættu ferðaþjónustuaðilar að fylgja fordæmi Ikea og reyna eftir fremsta megni að halda verðinu niðri og veitingamenn ættu að leggja áherslu á þjóðlegan mat.„Þeir stoppa og þeim er boðið upp á innflutta frosna köku með gervirjóma og uppáhelling og það kostar kannski tvö þúsund. Þetta er það sem fer algjörlega ofan í fólk,“ sagði Þórarinn. „Það er hægt að gera þetta miklu betur.“Gagnrýnendur Þórarins segja hann horfa framhjá þeirri gríðarlegu stærðarhagkvæmni sem verslun Ikea nýtur.Vísir/HANNAIkea ekki væntanlegt til Bolungarvíkur Gagnrýni Samtaka ferðaþjónustunnar á orð Þórarins snúa fyrst og fremst að því að það sé ósanngjarnt að að setja alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt. Það sé ekki sambærilegt að reka veitingahús í einni aðsóknarmestu verslun Íslands á höfuðborgarsvæðinu og að reka veitingastað á Stöðvarfirði.„Þú ert með lítinn veitingastað sem þú þarft að reka allt árið. Nota hann til þess að geta búið á staðnum, til þess að geta haldið uppi fjölskyldunni en ert ekki með ferðamannastraum nema fjóra mánuði á ári. Þá þarf að ná inn veltunni fyrir allt árið á þessum fjórum mánuðum. Þá er það spurning hvernig það er gert. Ef það er hægt að lækka verð og fá inn fleiri þá er það náttúrulega frábært. Það er ekkert hægt á öllum stöðum,“ sagði Jóhannes Þór.Væri verðið það sama í Ikea í Garðabæ og í Bolungarvík var Þórarinn þá spurður af þáttastjórnendum.„Það náttúrulega yrði aldrei Ikea á Bolungarvík,“ svaraði Þórarinn. Greip þá Jóhannes Þór orðið.„Þetta er nákvæmlega málið. Það er það sem ég er að segja, það eru aðrar rekstraraðstæður,“ svaraði Jóhannes Þór.Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/VilhelmVar fyrst og fremst að tala um vinsælustu ferðamannastaðina Í þættinum tók Þórarinn hins vegar fram að þrátt fyrir að hann hafi verið að predika yfir bændum á landbúnaðarsýningu, sem margir hverjir reka litlar bændagistingar, hafi orð hans ekki beinst að þeim sem eru að reka litla veitingastaði út á landi. Hann hafi helst verið að beina sjónum sínum að vinsælum ferðamannastöðum á landsbyggðinni sem heimsóttir eru af gríðarlega mörgum ferðamönnum á ársgrundvelli, sambærilegum fjölda og heimsæki Ikea á ári hverju, um milljón manns. „Farið á Mývatn, farið á Gullfoss og Geysi. Af hverju eru þessir staðir ekki mikið mikið ódýrari því að þeir sannarlega gætu gert það?“ spurði Þórarinn. Síðar í þættinum kom hann aftur inn á þennan punkt. „Það er enginn munur á ferðamannastöðunum þar sem hundruð þúsunda koma á hverju ári og litlu stöðunum. Það er enginn verðmunur á Gullfoss og Geysi, á Mývatni eða í Djúpavogi.“ Því ættu þeir sem reki veitingastaði og aðra þjónustu á vinsælustu ferðamannastöðunum hæglega að geta fylgt fordæmi Ikea og lækkað verð á vörum sínum til þess að fá bæði ánægðari og fleiri viðskiptavini.Innslagið í Bítinu þar sem rætt var við Þórarinn og Jóhannes Þór má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. 14. október 2018 17:56