Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Jóhannes Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Fréttablaðið/Stefán Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira