Miklar lækkanir á mörkuðum Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 08:55 Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig í morgun. Getty Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun. Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði. Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu. Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar, eins og hann orðaði það í gær. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 4,25 prósentustig og vísitölurnar í Hong Kong og Sjanghæ hafa sömuleiðis farið niður á við. Í Ástralíu var sömu sögu að segja og í Evrópu er búist við lækkunum í dag. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 1,6 prósent við opnun. Miklar lækkanir voru í New York í gær og hefur Dow Jones vísitalan ekki fallið eins mikið á einum degi í átta mánuði. Þrátt fyrir uppgang í efnahagslífi Bandaríkjanna, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi, hafa fjárfestar áhyggjur af því að vaxtahækkanir af skuldabréfum komi niður á hlutabréfaverði. Þá hafa stýrivaxtahækkanir bandaríska seðlabankans einnig valdið ólgu.
Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira