Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 19:00 Ronaldo hefur verið ein stærsta stjarna íþróttaheimsins undanfarin ár. Vísir/AP Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“ Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30