Innlent

Tveir handteknir í útibúi Landsbankans í Borgartúni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki var um rán að ræða en mennirnir eru grunaðir um fjármálabrot. Hér ber að líta útibú Landsbankans í Borgartúni, þar sem þeir voru handteknir.
Ekki var um rán að ræða en mennirnir eru grunaðir um fjármálabrot. Hér ber að líta útibú Landsbankans í Borgartúni, þar sem þeir voru handteknir. Vísir/Vilhelm
Tveir erlendir karlmenn voru handteknir á þriðja tímanum í útibúi Landsbankans í Borgartúni. Mbl.is greinir fyrst frá. Ekki var um rán að ræða en mennirnir eru grunaðir um fjármálabrot. 

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verst allra fregna af málinu. Hann staðfestir þó að tveir karlmenn af erlendu bergi brotnir hafi verið handteknir. Málið sé til rannsóknar og jafnvel séu fleiri sem verði handteknir í tengslum við rannsóknina.

Hann segir þó aðspurður að handtakan í dag tengist ekki fjársvikamáli sem var til umfjöllunar í liðinni viku þar sem karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×