Nýr leiðtogi verkalýðsins og sendiherra Chile í Víglínunni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2018 10:00 Þau sögulegu tíðindi gerðust á fertugasta og þriðja þingi Alþýðusambandsins sem lauk í gær að Drífa Snædal var fyrst kvenna kjörin forseti sambandsins. Segja má að tími hafi verið til kominn í hundrað og tveggja ára sögu ASÍ að kona tæki þar við stjórnartaumum en hún tekur við á þeim tímamótum þegar samningar um 120 þúsund félagsmanna eru að losna. Drífa mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í hádeginu. En langt er í milli þeirra krafna sem þegar hafa komið fram frá fjölmennustu félögum sambandsins, Starfsgreinasambandinu og VR annars vegar og þess sem Samtök atvinnulífsins og jafnvel stjórnvöld telja framkvæmanlegt hins vegar. Drífa þekkir vel til verka innan verkalýðshreyfingarinnar en hún lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Waldemar Coutts gerði sér ferð til Íslands í vikunni og afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á þriðjudag sem sendiherra Chile á Íslandi með aðsetur í Osló. Coutts mætir í Víglínuna til að ræða samskipti ríkjanna en í fyrstu virðist ekki margt sameiginlegt með þessu merkilega ríki Suður Ameríku og Íslandi. Það er þó fleira sem sameinar ríkin en margur heldur. Flaggskip Landhelgisgæslunnar, Þór, var til að mynda smíðaður í Chile. Þar í landi er fjöldi eldfjalla eins og á Íslandi og þar af leiðandi gnógt jarðhita sem Chile-búar horfa mjög til að nýta betur. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Þau sögulegu tíðindi gerðust á fertugasta og þriðja þingi Alþýðusambandsins sem lauk í gær að Drífa Snædal var fyrst kvenna kjörin forseti sambandsins. Segja má að tími hafi verið til kominn í hundrað og tveggja ára sögu ASÍ að kona tæki þar við stjórnartaumum en hún tekur við á þeim tímamótum þegar samningar um 120 þúsund félagsmanna eru að losna. Drífa mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í hádeginu. En langt er í milli þeirra krafna sem þegar hafa komið fram frá fjölmennustu félögum sambandsins, Starfsgreinasambandinu og VR annars vegar og þess sem Samtök atvinnulífsins og jafnvel stjórnvöld telja framkvæmanlegt hins vegar. Drífa þekkir vel til verka innan verkalýðshreyfingarinnar en hún lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Waldemar Coutts gerði sér ferð til Íslands í vikunni og afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á þriðjudag sem sendiherra Chile á Íslandi með aðsetur í Osló. Coutts mætir í Víglínuna til að ræða samskipti ríkjanna en í fyrstu virðist ekki margt sameiginlegt með þessu merkilega ríki Suður Ameríku og Íslandi. Það er þó fleira sem sameinar ríkin en margur heldur. Flaggskip Landhelgisgæslunnar, Þór, var til að mynda smíðaður í Chile. Þar í landi er fjöldi eldfjalla eins og á Íslandi og þar af leiðandi gnógt jarðhita sem Chile-búar horfa mjög til að nýta betur. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira