Huldukona skyndilega orðin stjórnarformaður umtalaðs tekjuvefs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2018 13:30 Hrannar og Víðir Péturssynir, voru á sínum tíma saman í hljómsveitinni Gloría. Hrannar fékk gögn hjá skattskrá fyrir ónefndan aðila. Víðir er í stjórn Viskubrunns, hvar Elizabeth Penelope Westhead er stjórnarfomraður, sem heldur úti Tekjur.is. Tímarit.is Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. Á vefsíðunni er hægt að kaupa sér upplýsingar um tekjur og fjármagnstekjur allra Íslendinga árið 2016. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á tilvist síðunnar. Einstaklingar henni mótfallnir hafa farið fram á lögbann á starfsemi hennar en ekki haft erindi sem erfiði. Vefsíðan er til skoðunar hjá Persónuvernd. Forsvarsmenn síðunnar segjast innan ramma laganna og vísa til greinar í lögum um tekjuskatt. Hrannar Pétursson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í upplýsinga- og samskiptamálum. Útvegaði gögnin fyrir ónefndan aðila RÚV greindi frá því í gær að tveir aðilar hefðu fengið afhentar til útgáfu skattskrár Íslendingar frá Ríkisskattstjóra vegna álagningarásins 2016. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, talsmaður og lögmaður Tekjur.is, hefur sagt að forsvarsmenn vefsins hafi fengið skattskrána hjá Ríkisskattstjóra. Annar var Sigurjón Þorbergsson sem hefur fengið skrána til prentunar síðan um árið 1960. Skrána fái hann útprentaða og þurfi að skila innan sex vikna. Hann neitar tengslum við Tekjur.is. Hinn er Hrannar Pétursson, ráðgjafi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hrannar sagðist í samtali við RÚV hafa útvegað gögnin fyrir viðskiptavin sinn, ónefndan aðila, og að trúnaður ríkti milli sín og viðskiptavina. Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október.Tekjur.is Bræður frá Húsavík Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Athygli vekur að Hrannar Pétursson, sem fékk gögnin hjá skattskrá, og Víðir Pétursson, sem er varamaður hjá Viskubrunni, eru bræður frá Húsavík. Hrannar er fæddur árið 1973 og Víðir fjórum árum fyrr. Leit blaðamanns á tengslum Hrannars og Víðis leiddi það meðal annars í ljós að þeir voru saman í hljómsveit á árum áður, sex manna sveitinni Gloríu á Húsavík. Fjallað var um sveitina í Degi árið 1990 og má sjá greinina efst í fréttinni. Viskubrunnur er skráður til heimilis á Vatnsstíg 3 þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur lögmannsstofu sína. Hann er lögmaður og talsmaður Tekjur.is Elisabeth í Blackpool Breyting varð á stjórn Viskubrunns þann 18. október síðastliðinn eins og vikið var að í inngangi fréttarinnar. Jón Ragnar er hættur í stjórninni og nú fer fyrir henni Elizabeth Penelope Westhead. Heimilisfang félagsins var flutt að Vatnsstíg 3 í miðbæ Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er með lögmannsstofu sína. Litlar upplýsingar er að finna um nýjan stjórnarformann, Elizabeth Penelope Westhead, fyrir utan að hún hefur verið og er skráð fyrir hinum ýmsu félögum í Bretlandi, ýmist sem ráðgjafi eða stjórnandi Hún er komin með íslenska kennitölu, fædd árið 1965 og hefur samkvæmt hlutafélagaskrá í Credit Info aldrei haft lögheimili á Íslandi. Hún er skráð til heimilis í Blackpool á Englandi. Í umfjöllun um Panamaskjölin á sínum tíma kom í ljós að í stjórnum eignarhaldsfélaga auðugs fólks, sem skráð voru til dæmis á Bresku-Jómfrúreyjum, sátu erlendir lögmenn hvers hlutverk var að þjóna eigendum fjármuna. Jón R. Arnarson er fyrrverandi stjórnarformaður Viskubrunns ehf.Aðsend Fráfarandi stjórnarformaður segist ekkert vita Jón Ragnar Arnarson, fráfarandi stjórnarformaður hjá Tekjur.is, svaraði símtali blaðamanns sem lék forvitni á að vita frekari deili á Elizabeth Penelope Westhead sem tók við stöðu hans sem stjórnarformaður. Hver hún væri. „Ég veit það ekki. Ég sé ekki um að ráða einn eða neinn,“ segir Jón Ragnar. Vissulega væri hún tekin við sem stjórnarformaður og að hans samþykki eins og sjá má á fundargerðinni að neðan. Hann hefði samt enga hugmynd um hver hún væri.Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns, sem fram fór þann 18. október, má sjá að neðan. Á fundinum voru breytingar á stjórninni og heimilisfangi á dagskrá. Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns þann 18. október. Jón Ragnar sagði eðlilegra að beina fyrirspurnum til Vilhjálms eða senda fyrirspurn á info@tekjur.is. Hann væri ekki tengdur Tekjur.is á nokkurn hátt lengur. Hvorki náðist í Víði Pétursson né Vilhjálm H. Vilhjálmsson við vinnslu fréttarinnar en fyrirspurn hefur verið send á netfang vefsins. Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Elizabeth Penelope Westhead, 53 ára kona sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi, er nýr stjórnarformaður hjá félaginu Viskubrunni ehf. sem heldur utan um vefsíðuna Tekjur.is. Á vefsíðunni er hægt að kaupa sér upplýsingar um tekjur og fjármagnstekjur allra Íslendinga árið 2016. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á tilvist síðunnar. Einstaklingar henni mótfallnir hafa farið fram á lögbann á starfsemi hennar en ekki haft erindi sem erfiði. Vefsíðan er til skoðunar hjá Persónuvernd. Forsvarsmenn síðunnar segjast innan ramma laganna og vísa til greinar í lögum um tekjuskatt. Hrannar Pétursson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í upplýsinga- og samskiptamálum. Útvegaði gögnin fyrir ónefndan aðila RÚV greindi frá því í gær að tveir aðilar hefðu fengið afhentar til útgáfu skattskrár Íslendingar frá Ríkisskattstjóra vegna álagningarásins 2016. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, talsmaður og lögmaður Tekjur.is, hefur sagt að forsvarsmenn vefsins hafi fengið skattskrána hjá Ríkisskattstjóra. Annar var Sigurjón Þorbergsson sem hefur fengið skrána til prentunar síðan um árið 1960. Skrána fái hann útprentaða og þurfi að skila innan sex vikna. Hann neitar tengslum við Tekjur.is. Hinn er Hrannar Pétursson, ráðgjafi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hrannar sagðist í samtali við RÚV hafa útvegað gögnin fyrir viðskiptavin sinn, ónefndan aðila, og að trúnaður ríkti milli sín og viðskiptavina. Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október.Tekjur.is Bræður frá Húsavík Félagið Viskubrunnur ehf. rekur vefinn Tekjur.is. Voru Jón Ragnar Arnarson og Víðir Pétursson skráðir fyrir félaginu. Jón sem stjórnarformaður og Víðir Pétursson sem varamaður. Athygli vekur að Hrannar Pétursson, sem fékk gögnin hjá skattskrá, og Víðir Pétursson, sem er varamaður hjá Viskubrunni, eru bræður frá Húsavík. Hrannar er fæddur árið 1973 og Víðir fjórum árum fyrr. Leit blaðamanns á tengslum Hrannars og Víðis leiddi það meðal annars í ljós að þeir voru saman í hljómsveit á árum áður, sex manna sveitinni Gloríu á Húsavík. Fjallað var um sveitina í Degi árið 1990 og má sjá greinina efst í fréttinni. Viskubrunnur er skráður til heimilis á Vatnsstíg 3 þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rekur lögmannsstofu sína. Hann er lögmaður og talsmaður Tekjur.is Elisabeth í Blackpool Breyting varð á stjórn Viskubrunns þann 18. október síðastliðinn eins og vikið var að í inngangi fréttarinnar. Jón Ragnar er hættur í stjórninni og nú fer fyrir henni Elizabeth Penelope Westhead. Heimilisfang félagsins var flutt að Vatnsstíg 3 í miðbæ Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er með lögmannsstofu sína. Litlar upplýsingar er að finna um nýjan stjórnarformann, Elizabeth Penelope Westhead, fyrir utan að hún hefur verið og er skráð fyrir hinum ýmsu félögum í Bretlandi, ýmist sem ráðgjafi eða stjórnandi Hún er komin með íslenska kennitölu, fædd árið 1965 og hefur samkvæmt hlutafélagaskrá í Credit Info aldrei haft lögheimili á Íslandi. Hún er skráð til heimilis í Blackpool á Englandi. Í umfjöllun um Panamaskjölin á sínum tíma kom í ljós að í stjórnum eignarhaldsfélaga auðugs fólks, sem skráð voru til dæmis á Bresku-Jómfrúreyjum, sátu erlendir lögmenn hvers hlutverk var að þjóna eigendum fjármuna. Jón R. Arnarson er fyrrverandi stjórnarformaður Viskubrunns ehf.Aðsend Fráfarandi stjórnarformaður segist ekkert vita Jón Ragnar Arnarson, fráfarandi stjórnarformaður hjá Tekjur.is, svaraði símtali blaðamanns sem lék forvitni á að vita frekari deili á Elizabeth Penelope Westhead sem tók við stöðu hans sem stjórnarformaður. Hver hún væri. „Ég veit það ekki. Ég sé ekki um að ráða einn eða neinn,“ segir Jón Ragnar. Vissulega væri hún tekin við sem stjórnarformaður og að hans samþykki eins og sjá má á fundargerðinni að neðan. Hann hefði samt enga hugmynd um hver hún væri.Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns, sem fram fór þann 18. október, má sjá að neðan. Á fundinum voru breytingar á stjórninni og heimilisfangi á dagskrá. Fundargerð frá stjórnarfundi Viskubrunns þann 18. október. Jón Ragnar sagði eðlilegra að beina fyrirspurnum til Vilhjálms eða senda fyrirspurn á info@tekjur.is. Hann væri ekki tengdur Tekjur.is á nokkurn hátt lengur. Hvorki náðist í Víði Pétursson né Vilhjálm H. Vilhjálmsson við vinnslu fréttarinnar en fyrirspurn hefur verið send á netfang vefsins.
Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06