Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2018 09:00 Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og útvarpsmaður. Þeir sem hafa áhuga á því að sjá hvernig viðtal við rithöfund sem hefur tekið viðtal við sjálfan Guðberg getur farið ættu að lesa þetta viðtal. visir/vilhelm Eiríkur Guðmundsson rithöfundur er jafnframt einhver eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Hann hefur haldið úti útvarpsþáttum á Rás 1 um árabil, Víðsjá og síðar Lestinni, hvar hann fjallar um menningu með afgerandi hætti. Í raun réttri ætti að kalla alla dagskrárgerðarmenn í útvarpi blaðamenn. Eiríkur er ekki sammála því fremur en ýmsu sem blaðamaður Vísis fitjar uppá. Áhugafólk um æsispennandi menningarviðtöl ættu að spenna á sig beltin. Ný bók eftir Eirík, Ritgerð mín um sársaukann, er væntanleg á markað. Hann var einmitt nýbúinn að senda frá sér handritið í prent þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. Rithöfundurinn var í nokkru tilfinningalegu uppnámi við þau tímamót, eins og oft vill verða. Vond spurning og svo önnur mjög góð Heldur tók á taugina að ræða við hann, ekki bara vegna þess að fæðingin hafði reynst erfið og rithöfundurinn í sárum: Hvernig tekur maður viðtal við rithöfund sem sjálfur hefur tekið viðtöl við alla helstu rithöfunda þjóðarinnar, Guðberg Bergsson þeirra á meðal? Eiríkur gaf kost á viðtali en strax í upphafi missteig blaðamaður Vísis sig. Rifjaði upp að fyrir margt löngu hafði Eiríkur einmitt tekið viðtal í Víðsjá við blaðamann Vísis og þá um hið umdeilda hugtak „góða fólkið“. Ert þú gott fólk, Eiríkur? „Ekki spyrja mig um það, nei ætli ég sé ekki bara djöfull.“ (Þetta var heldur bratt.) Ehhhh, nú hefur þú sjálfur tekið mörg viðtöl við rithöfunda, hver væri sú spurning sem þú vildir helst spyrja sjálfan þig? „Eiríkur, hver ertu og hvers vegna ertu að þessu, af hverju læturðu ekki nægja að tjá þig í útvarpinu á hverjum einasta degi, ár eftir ár?“ Þetta er mjög góð spurning. Og, svarið væri? „Viðtalið er vonandi ekki byrjað?“ Skáldskapur hættulegasti hlutur í heimi Blaðamaður Vísis svaraði því svo til að það væri nú eiginlega þannig. Þetta er frábær spurning: Eiríkur, hver ertu og hvers vegna ertu að þessu, af hverju læturðu ekki nægja að tjá þig í útvarpinu á hverjum einasta degi, ár eftir ár? „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Eiríkur er heldur skeptískur á þær spurningar sem fyrir hann eru lagðar.visir/vilhelm Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Fjölmiðlaumhverfið skemmtilega innantómt Þetta virtist bara vera á hinni ágætustu menningarlegustu siglingu þannig að blaðamaður Vísis ákvað að færa sig uppá skaftið. Fór að tala um tengsl milli blaðamennsku og skáldskapar og spurði nokkuð brattur hvernig það gengi að sameina þetta tvennt að vera blaðamaður og rithöfundur? (Eða, útvarpsmaður strangt til tekið, en eins og áður sagði þá vill sá sem hér skrifar telja dagskrárgerðarmenn í útvarpi til blaðamanna.) „Það er eiginlega ekki hægt, þetta er gjörólíkt, og ég drep mig frekar en að reyna klára bók vinnandi í daglegum þætti á Rás eitt, en á vissan hátt skemmtilegt, og heillandi, ekki kvarta ég, ég er ekki togarasjómaður í herfilegu óveðri í miðju Ísafjarðardjúpi árið 1968, ég er ekki kvenkyns og mállaus innflytjandi í Breiðholti árið 2018, fjölmiðlaumhverfið er auðvitað skemmtilega innantómt og ég hef alveg gaman að froðu, og kannski er ég þess vegna enn í útvarpi, ég hef gaman af því sem er bæði yfirborðskennt og brilliant, eins og ég og vinir mínir á Rás 1 fáumst við á hverjum einasta degi sem guð gefur.“ Lítur ekki á sig sem fjölmiðlamann Hmmm, jájá. Fjölmiðlaumhverfið innantóm froða? Þetta var að taka einhverja óvænta og óæskilega stefnu. Er þetta viðtal þá hjóm eitt? En, ég er þá ekki síður að meina hvernig þú nálgast þetta? Má ekki segja að póstmódernískur höfundur sem þú ætlir stigsmun en ekki eðlis á ritstörfum og blaðamennsku? Eða er rithöfundurinn Eiríkur fordómafullur gagnvart fjölmiðlamanninum Eiríki, og vísa versa? „Ég þarf greinilega að taka þá sem það halda í kennslustund, jafnvel heilan kúrs. Það er eðlismunur ekki stigs. Ef við viðurkennum það ekki blasir flatneskjan við. Rithöfundurinn Eiríkur er ekki fordómafullur gagnvart fjölmiðlamanninum. Ég lít reyndar ekki á mig sem fjölmiðlamann, ég vinn á Rás 1, og ég hef aldrei litið á Rás 1 sem fjölmiðil heldur einstaka menningarstofnun sem ég er stoltur af að hafa unnið fyrir öll þessi ár, og fjölmiðlamaðurinn svokallaður, sem ég er ekki, er alls ekki fordómafullur gagnvart rithöfundinum Eiríki, ég hef bara reynt að samræma þetta, en veit auðvitað ekki hver ég er eða hvað ég er, eins og ég sagði, kannski langar mig ekki að vita það. Grikkir spurðu auðvitað þessarar spurningar fyrir löngu, og áttuðu sig á því að það er ekkert svar, það þekkir enginn sjálfan sig, en maður heldur áfram að leita þar til maður deyr, óvænt, og ævinlega týndur. Póstmódernískur höfundur, er ég það?“ Ólýsanlegur gamall harmur Frómt frá sagt var blaðamaðurinn farinn að svitna undir þessari ræðu. Best að taka upp léttara hjal. En, spurningin var ekki fyrr fallin en blaðamaður beit sig í tunguna. Bókin komin í prent og hún heitir Ritgerð mín um sársaukann. Hvaða sársauki er þetta eiginlega? „Hvað höfum við margar línur?“ Bara, margar. (Löng þögn.) „Þetta er sársauki sem er sársauki okkar allra. Sársauki þeirra sem að okkur standa. Sársauki gamalla tíma, og nýrra tíma. Sársauki heimsins, nú og þá. Þetta er sársauki hljóðrar nætur, og hún endurtekur sig, nóttin. Bókin fjallar um hið eilífa myrkur sem ekkert ljós getur lýst. Ný bók Eiríks lýsir gömlum harmi, sem er ólýsanlegur, og nýjum harmi, sem kannski má lýsa, en kannski ekki.visir/vilhelm Hún lýsir gömlum harmi, sem er ólýsanlegur, og nýjum harmi, sem kannski má lýsa, en kannski ekki. Hún fjallar um hjörtu sem eru full af svörtu myrkri, en hún fjallar líka um kynslóðir, sem leggja glaðar af stað, jafnvel stíga dans á Hótel Borg, en bugast. En fyrst og fremst fjallar þessi bók bara um Glenn Miller, Moonlight Serenade.“ Ekki einhver játningabók Einmitt. Sko… þú hefur birt brot sem virðast vera úr bókinni á Facebook-vegg þínum. Af hverju gerir þú það? „Ég gerði það einfaldlega til að reka á eftir sjálfum mér. Ég er samviskusamur, og ef ég er búinn að segja eitthvað vil ég standa við það, það hefur auðvitað ekki alltaf tekist, þetta voru bara svipur til að kvelja mig út í þá skelfingu að gefa út bók. Og þær kvöldu mig. En ég vona að ég sé sloppinn, og nánast frjáls.“ Best að spyrja bara eins og barn. Það er alltaf best. Af hverju var þetta svona erfið fæðing? „Allar bækur eru erfið fæðing, það vita allir höfundar. En ég geng auðvitað ansi nærri sjálfum mér í þessari bók, þótt ég nenni ekki að fara í þá kategóríu, einhverjar játningar, þetta er skáldskapur, en líklega segi ég frá sársauka sem tengist bernsku minni, spádómi sem féll á mig þegar ég var ungur drengur og vissi minna en ekki neitt og hefur litað mig alla tíð og svarar auðvitað þinni fyrstu spurningu, hvers vegna það er ekki nóg fyrir mig að röfla daglega í útvarpið, ég þarf á öðrum miðlum að halda, annars bara dey ég.“ Hin kléna spurning Sko, ef við skiptum aðeins um takt. Þú hefur fylgst lengi með skáldskap, innan frá sem utan og því langar mig til að spyrja þig spurningar sem virðist klén, en kannski ekki. Staða rithöfundar í samfélaginu í dag, hvernig sýnist þér hún vera? „Mér sýnist hún vera bæði góð og vond. En, þetta er klén spurning, Jakob. Við höfum hér frábær skáld, hvort sem þau heita Kristín Ómarsdóttir eða Guðbergur Bergsson, eða Jón Kalman eða Álfrún Gunnlaugsdóttir, eða Ísak Harðarson. Eiríkur gefur lítið fyrir þá kröfu að rithöfundar þurfi að leggja orð í belg. Sjálfur hefur hann lagt orð í belg og það hefur bara gert honum illt. En þú ert líklega fastur í þessu sama og margir fjölmiðlamenn eru fastir í, hvaða erindi á þessi eða hinn, skiptir þetta einhverju máli, þegar upp er staðið skiptir þetta öllu máli, það er engin ástæða til að fara á fætur á morgnana ef við höfum ekki skáldskap, Moonlight Serenade, þessa hluti sem lýsa upp það eilífa myrkur sem ekkert ljós fær lýst, eða eins og ég segi í bók minni: Þú ert ein af þremur ástæðum fyrir því að ég nenni að fara á fætur á morgnana, ég man ekki hinar tvær. Eitthvað í þeim dúr, pikkupplínur eru vanmetið bókmenntaform. Skáldskapurinn er ein af þremur ástæðum fyrir því að ég nenni að fara á fætur á morgnana, hinar eru David Bowie, og líklega þú, hver sem þú ert, ég man ekki hver þú ert.“ Þetta með að rithöfundar leggi orð í belg Já... ég var kannski meira að velta fyrir mér stöðu rithöfunda sem stéttar þá í tengslum við þátttöku í samfélagsumræðu. Fyrir alllöngu voru rithöfundar virkir í pólitískri umræðu, það hætti svo alveg, eitthvað gerðist, og rithöfundar forðuðust það sem heitan eld að leggja orð í belg. Nú virðist mér þetta skiptast í tvö horn; sumir draga ekki af sér meðan aðrir hafa hægt um sig. Þá komum við að fyrirbæri sem ég hef áhuga á sem strúktúralisti sem eru viðtökufræði. Hefur þetta áhrif á það hvernig menn skrifa bækur. Ætluð viðhorf til rithöfunda? Enn kemur þögn, löng þögn... „Jahh, sko, ég hef engar áhyggjur að rithöfundar þurfi að leggja orð í belg, kannski bara best þeir leggi ekki orð í belg. Ef þeir leggja orð í belg, þá leggja þeir bara orð í belg, en ef þeir leggja ekki orð í belg, þá leggja þeir bara ekki orð í belg.“ Jújú. Eiríkur í Efstaleiti. Hvar hans varnarþing sem útvarpsmanns er að finna. Hann segir eðlismun milli þess að starfa við fjölmiðla og sinna ritstörfum.visir/vilhelm „Sé ekki betur en að rithöfundar geri nákvæmlega það, þeir leggja orð í belg. Og belgurinn batnar eða ekki. Ég hef lagt orð í belg, og það hefur bara gert mér illt. Krafan um að rithöfundurinn leggi orð í belg er gömul og þreytt. Draumur um einhvern gamlan Laxness. Hlutverk skálda er að segja eitthvað annað, það er það að segja eins og Steinn forðum, staðnæmstu maður, myrkrið dettur á, og það geri ég í bók minni. Og bæti auðvitað við, tímarnir eru á hraðri leið til fjandans, hvað ætlið þið að gera?“ Ég segi það. Sko, áðan nefndi ég það að þú værir póstmódernískt skáld og þú hváðir? Þú ert bókmenntafræðingur einnig; hvernig skilgreinir þú þig sem höfund? „Ég skilgreini mig sem græna rós, einhvern sem vill sofa um stund, andartak, jafnvel heila eilífð, og engan má gruna ég hafi dáið. Ég skilgreini mig sem hvítan hest sem hleypur inn í myrkrið.“ Dauðinn nær mér bara upp að mitti Úfff, þetta er verra en þegar Pinter var í viðtali við einhvern blaðamann og vildi bara tala um cricket. Nú veit ég hvernig þeim blaðamanni leið. Þá eru það bara stóru byssurnar: Ók. Einhvern tíma las ég, sennilega í tengslum við rómantísku skáldin, hvort þetta var ekki beinlínis innbyggt í teóríuna að skáldskapur væri öðrum þræði ótti við dauða, hið endanlega; að höfundar vildu framlengja líf sitt með skáldverkum. Er þinn skáldskapur af þeirri ætt? Ertu hræddur við dauðann „Þú hættir ekki, kæri Jakob, hélt að lokaorðin væru komin. Ég óttast dauðann eins og allir aðrir, óttast hann á hverjum einasta degi og á hverju kvöldi þegar ég leggst til svefns, umkringdur englum með lítil blys og ég kann ekki að nefna þá, en veit ekki hvort ég skrifa til að skjóta honum á frest, kannski skrifa ég til að deyja tvisvar, einu sinni hér, einu sinni í skáldskapnum, kannski skrifa ég bara fyrir vatnadísir og vatnagyðjur, þær sem ég hef séð, kannski fyrir rýtinginn í mínu eigin hjarta, ég veit það ekki, en ég óttast dauðann, en bara upp að vissu marki, dauðinn nær mér bara upp að mitti, restin er ég og það mikla lífsmark sem með mér er, þótt maður sé á vissan hátt dauður þegar maður hefur klárað bók.“ Bókmenntir Menning Höfundatal Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Eiríkur Guðmundsson rithöfundur er jafnframt einhver eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Hann hefur haldið úti útvarpsþáttum á Rás 1 um árabil, Víðsjá og síðar Lestinni, hvar hann fjallar um menningu með afgerandi hætti. Í raun réttri ætti að kalla alla dagskrárgerðarmenn í útvarpi blaðamenn. Eiríkur er ekki sammála því fremur en ýmsu sem blaðamaður Vísis fitjar uppá. Áhugafólk um æsispennandi menningarviðtöl ættu að spenna á sig beltin. Ný bók eftir Eirík, Ritgerð mín um sársaukann, er væntanleg á markað. Hann var einmitt nýbúinn að senda frá sér handritið í prent þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. Rithöfundurinn var í nokkru tilfinningalegu uppnámi við þau tímamót, eins og oft vill verða. Vond spurning og svo önnur mjög góð Heldur tók á taugina að ræða við hann, ekki bara vegna þess að fæðingin hafði reynst erfið og rithöfundurinn í sárum: Hvernig tekur maður viðtal við rithöfund sem sjálfur hefur tekið viðtöl við alla helstu rithöfunda þjóðarinnar, Guðberg Bergsson þeirra á meðal? Eiríkur gaf kost á viðtali en strax í upphafi missteig blaðamaður Vísis sig. Rifjaði upp að fyrir margt löngu hafði Eiríkur einmitt tekið viðtal í Víðsjá við blaðamann Vísis og þá um hið umdeilda hugtak „góða fólkið“. Ert þú gott fólk, Eiríkur? „Ekki spyrja mig um það, nei ætli ég sé ekki bara djöfull.“ (Þetta var heldur bratt.) Ehhhh, nú hefur þú sjálfur tekið mörg viðtöl við rithöfunda, hver væri sú spurning sem þú vildir helst spyrja sjálfan þig? „Eiríkur, hver ertu og hvers vegna ertu að þessu, af hverju læturðu ekki nægja að tjá þig í útvarpinu á hverjum einasta degi, ár eftir ár?“ Þetta er mjög góð spurning. Og, svarið væri? „Viðtalið er vonandi ekki byrjað?“ Skáldskapur hættulegasti hlutur í heimi Blaðamaður Vísis svaraði því svo til að það væri nú eiginlega þannig. Þetta er frábær spurning: Eiríkur, hver ertu og hvers vegna ertu að þessu, af hverju læturðu ekki nægja að tjá þig í útvarpinu á hverjum einasta degi, ár eftir ár? „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Eiríkur er heldur skeptískur á þær spurningar sem fyrir hann eru lagðar.visir/vilhelm Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Fjölmiðlaumhverfið skemmtilega innantómt Þetta virtist bara vera á hinni ágætustu menningarlegustu siglingu þannig að blaðamaður Vísis ákvað að færa sig uppá skaftið. Fór að tala um tengsl milli blaðamennsku og skáldskapar og spurði nokkuð brattur hvernig það gengi að sameina þetta tvennt að vera blaðamaður og rithöfundur? (Eða, útvarpsmaður strangt til tekið, en eins og áður sagði þá vill sá sem hér skrifar telja dagskrárgerðarmenn í útvarpi til blaðamanna.) „Það er eiginlega ekki hægt, þetta er gjörólíkt, og ég drep mig frekar en að reyna klára bók vinnandi í daglegum þætti á Rás eitt, en á vissan hátt skemmtilegt, og heillandi, ekki kvarta ég, ég er ekki togarasjómaður í herfilegu óveðri í miðju Ísafjarðardjúpi árið 1968, ég er ekki kvenkyns og mállaus innflytjandi í Breiðholti árið 2018, fjölmiðlaumhverfið er auðvitað skemmtilega innantómt og ég hef alveg gaman að froðu, og kannski er ég þess vegna enn í útvarpi, ég hef gaman af því sem er bæði yfirborðskennt og brilliant, eins og ég og vinir mínir á Rás 1 fáumst við á hverjum einasta degi sem guð gefur.“ Lítur ekki á sig sem fjölmiðlamann Hmmm, jájá. Fjölmiðlaumhverfið innantóm froða? Þetta var að taka einhverja óvænta og óæskilega stefnu. Er þetta viðtal þá hjóm eitt? En, ég er þá ekki síður að meina hvernig þú nálgast þetta? Má ekki segja að póstmódernískur höfundur sem þú ætlir stigsmun en ekki eðlis á ritstörfum og blaðamennsku? Eða er rithöfundurinn Eiríkur fordómafullur gagnvart fjölmiðlamanninum Eiríki, og vísa versa? „Ég þarf greinilega að taka þá sem það halda í kennslustund, jafnvel heilan kúrs. Það er eðlismunur ekki stigs. Ef við viðurkennum það ekki blasir flatneskjan við. Rithöfundurinn Eiríkur er ekki fordómafullur gagnvart fjölmiðlamanninum. Ég lít reyndar ekki á mig sem fjölmiðlamann, ég vinn á Rás 1, og ég hef aldrei litið á Rás 1 sem fjölmiðil heldur einstaka menningarstofnun sem ég er stoltur af að hafa unnið fyrir öll þessi ár, og fjölmiðlamaðurinn svokallaður, sem ég er ekki, er alls ekki fordómafullur gagnvart rithöfundinum Eiríki, ég hef bara reynt að samræma þetta, en veit auðvitað ekki hver ég er eða hvað ég er, eins og ég sagði, kannski langar mig ekki að vita það. Grikkir spurðu auðvitað þessarar spurningar fyrir löngu, og áttuðu sig á því að það er ekkert svar, það þekkir enginn sjálfan sig, en maður heldur áfram að leita þar til maður deyr, óvænt, og ævinlega týndur. Póstmódernískur höfundur, er ég það?“ Ólýsanlegur gamall harmur Frómt frá sagt var blaðamaðurinn farinn að svitna undir þessari ræðu. Best að taka upp léttara hjal. En, spurningin var ekki fyrr fallin en blaðamaður beit sig í tunguna. Bókin komin í prent og hún heitir Ritgerð mín um sársaukann. Hvaða sársauki er þetta eiginlega? „Hvað höfum við margar línur?“ Bara, margar. (Löng þögn.) „Þetta er sársauki sem er sársauki okkar allra. Sársauki þeirra sem að okkur standa. Sársauki gamalla tíma, og nýrra tíma. Sársauki heimsins, nú og þá. Þetta er sársauki hljóðrar nætur, og hún endurtekur sig, nóttin. Bókin fjallar um hið eilífa myrkur sem ekkert ljós getur lýst. Ný bók Eiríks lýsir gömlum harmi, sem er ólýsanlegur, og nýjum harmi, sem kannski má lýsa, en kannski ekki.visir/vilhelm Hún lýsir gömlum harmi, sem er ólýsanlegur, og nýjum harmi, sem kannski má lýsa, en kannski ekki. Hún fjallar um hjörtu sem eru full af svörtu myrkri, en hún fjallar líka um kynslóðir, sem leggja glaðar af stað, jafnvel stíga dans á Hótel Borg, en bugast. En fyrst og fremst fjallar þessi bók bara um Glenn Miller, Moonlight Serenade.“ Ekki einhver játningabók Einmitt. Sko… þú hefur birt brot sem virðast vera úr bókinni á Facebook-vegg þínum. Af hverju gerir þú það? „Ég gerði það einfaldlega til að reka á eftir sjálfum mér. Ég er samviskusamur, og ef ég er búinn að segja eitthvað vil ég standa við það, það hefur auðvitað ekki alltaf tekist, þetta voru bara svipur til að kvelja mig út í þá skelfingu að gefa út bók. Og þær kvöldu mig. En ég vona að ég sé sloppinn, og nánast frjáls.“ Best að spyrja bara eins og barn. Það er alltaf best. Af hverju var þetta svona erfið fæðing? „Allar bækur eru erfið fæðing, það vita allir höfundar. En ég geng auðvitað ansi nærri sjálfum mér í þessari bók, þótt ég nenni ekki að fara í þá kategóríu, einhverjar játningar, þetta er skáldskapur, en líklega segi ég frá sársauka sem tengist bernsku minni, spádómi sem féll á mig þegar ég var ungur drengur og vissi minna en ekki neitt og hefur litað mig alla tíð og svarar auðvitað þinni fyrstu spurningu, hvers vegna það er ekki nóg fyrir mig að röfla daglega í útvarpið, ég þarf á öðrum miðlum að halda, annars bara dey ég.“ Hin kléna spurning Sko, ef við skiptum aðeins um takt. Þú hefur fylgst lengi með skáldskap, innan frá sem utan og því langar mig til að spyrja þig spurningar sem virðist klén, en kannski ekki. Staða rithöfundar í samfélaginu í dag, hvernig sýnist þér hún vera? „Mér sýnist hún vera bæði góð og vond. En, þetta er klén spurning, Jakob. Við höfum hér frábær skáld, hvort sem þau heita Kristín Ómarsdóttir eða Guðbergur Bergsson, eða Jón Kalman eða Álfrún Gunnlaugsdóttir, eða Ísak Harðarson. Eiríkur gefur lítið fyrir þá kröfu að rithöfundar þurfi að leggja orð í belg. Sjálfur hefur hann lagt orð í belg og það hefur bara gert honum illt. En þú ert líklega fastur í þessu sama og margir fjölmiðlamenn eru fastir í, hvaða erindi á þessi eða hinn, skiptir þetta einhverju máli, þegar upp er staðið skiptir þetta öllu máli, það er engin ástæða til að fara á fætur á morgnana ef við höfum ekki skáldskap, Moonlight Serenade, þessa hluti sem lýsa upp það eilífa myrkur sem ekkert ljós fær lýst, eða eins og ég segi í bók minni: Þú ert ein af þremur ástæðum fyrir því að ég nenni að fara á fætur á morgnana, ég man ekki hinar tvær. Eitthvað í þeim dúr, pikkupplínur eru vanmetið bókmenntaform. Skáldskapurinn er ein af þremur ástæðum fyrir því að ég nenni að fara á fætur á morgnana, hinar eru David Bowie, og líklega þú, hver sem þú ert, ég man ekki hver þú ert.“ Þetta með að rithöfundar leggi orð í belg Já... ég var kannski meira að velta fyrir mér stöðu rithöfunda sem stéttar þá í tengslum við þátttöku í samfélagsumræðu. Fyrir alllöngu voru rithöfundar virkir í pólitískri umræðu, það hætti svo alveg, eitthvað gerðist, og rithöfundar forðuðust það sem heitan eld að leggja orð í belg. Nú virðist mér þetta skiptast í tvö horn; sumir draga ekki af sér meðan aðrir hafa hægt um sig. Þá komum við að fyrirbæri sem ég hef áhuga á sem strúktúralisti sem eru viðtökufræði. Hefur þetta áhrif á það hvernig menn skrifa bækur. Ætluð viðhorf til rithöfunda? Enn kemur þögn, löng þögn... „Jahh, sko, ég hef engar áhyggjur að rithöfundar þurfi að leggja orð í belg, kannski bara best þeir leggi ekki orð í belg. Ef þeir leggja orð í belg, þá leggja þeir bara orð í belg, en ef þeir leggja ekki orð í belg, þá leggja þeir bara ekki orð í belg.“ Jújú. Eiríkur í Efstaleiti. Hvar hans varnarþing sem útvarpsmanns er að finna. Hann segir eðlismun milli þess að starfa við fjölmiðla og sinna ritstörfum.visir/vilhelm „Sé ekki betur en að rithöfundar geri nákvæmlega það, þeir leggja orð í belg. Og belgurinn batnar eða ekki. Ég hef lagt orð í belg, og það hefur bara gert mér illt. Krafan um að rithöfundurinn leggi orð í belg er gömul og þreytt. Draumur um einhvern gamlan Laxness. Hlutverk skálda er að segja eitthvað annað, það er það að segja eins og Steinn forðum, staðnæmstu maður, myrkrið dettur á, og það geri ég í bók minni. Og bæti auðvitað við, tímarnir eru á hraðri leið til fjandans, hvað ætlið þið að gera?“ Ég segi það. Sko, áðan nefndi ég það að þú værir póstmódernískt skáld og þú hváðir? Þú ert bókmenntafræðingur einnig; hvernig skilgreinir þú þig sem höfund? „Ég skilgreini mig sem græna rós, einhvern sem vill sofa um stund, andartak, jafnvel heila eilífð, og engan má gruna ég hafi dáið. Ég skilgreini mig sem hvítan hest sem hleypur inn í myrkrið.“ Dauðinn nær mér bara upp að mitti Úfff, þetta er verra en þegar Pinter var í viðtali við einhvern blaðamann og vildi bara tala um cricket. Nú veit ég hvernig þeim blaðamanni leið. Þá eru það bara stóru byssurnar: Ók. Einhvern tíma las ég, sennilega í tengslum við rómantísku skáldin, hvort þetta var ekki beinlínis innbyggt í teóríuna að skáldskapur væri öðrum þræði ótti við dauða, hið endanlega; að höfundar vildu framlengja líf sitt með skáldverkum. Er þinn skáldskapur af þeirri ætt? Ertu hræddur við dauðann „Þú hættir ekki, kæri Jakob, hélt að lokaorðin væru komin. Ég óttast dauðann eins og allir aðrir, óttast hann á hverjum einasta degi og á hverju kvöldi þegar ég leggst til svefns, umkringdur englum með lítil blys og ég kann ekki að nefna þá, en veit ekki hvort ég skrifa til að skjóta honum á frest, kannski skrifa ég til að deyja tvisvar, einu sinni hér, einu sinni í skáldskapnum, kannski skrifa ég bara fyrir vatnadísir og vatnagyðjur, þær sem ég hef séð, kannski fyrir rýtinginn í mínu eigin hjarta, ég veit það ekki, en ég óttast dauðann, en bara upp að vissu marki, dauðinn nær mér bara upp að mitti, restin er ég og það mikla lífsmark sem með mér er, þótt maður sé á vissan hátt dauður þegar maður hefur klárað bók.“
Bókmenntir Menning Höfundatal Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira