Tugmilljarða hlutur í HS Orku til sölu Hörður Ægisson skrifar 24. október 2018 08:30 HS Orka á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi. Mynd/HS Orka Kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur ákveðið að bjóða til sölu tæplega 54 prósenta eignarhlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Á meðal eigna fyrirtækisins er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Innergex eignaðist hlutinn í HS Orku í byrjun þessa árs þegar það gekk frá kaupum á öllu hlutafé kanadíska orkufélagsins Alterra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Fram kemur í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum og ber heitið Project Thor, að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,7 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory, en framkvæmdastjóri og annar eigandi þess er Jón Óttar Birgisson. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy gekk frá kaupum á hlut ORK í byrjun þessa mánaðar en kaupin eru hins vegar ekki frágengin þar sem enn er beðið eftir því hvort stjórn Jarðvarma muni nýta sér forkaupsrétt sinn að hlutnum. DC Renewable Energy AG er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Breskt systurfélag þess er Atlantic SuperConnection sem hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á fýsileika þess að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur svissneska fjárfestingafélagið áhuga á að bæta enn frekar við hlut sinn í HS Orku og kaupa rúmlega helmingshlut Innergex í félaginu. Sem væntanlegur hluthafi í HS Orku mun félagið hafa forkaupsrétt að þeim hlut komi til þess að hann verði seldur en samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Á meðal eigna HS Orku er sem fyrr segir 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu en í fjárfestakynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir 1,4 milljónum gesta í lónið á árinu 2019 og að þeir muni greiða að meðaltali um 52 evrur, jafnvirði um sjö þúsund króna á núverandi gengi, hver í aðgangseyri. Eignarhlutur fyrirtækisins í Bláa lóninu var settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðskipti Tengdar fréttir Svissneskt félag kaupir tæp 13 prósent í HS Orku Svissneska fjárfestingafélagið DC Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í HS Orku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 6. október 2018 13:46 HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sótt hefur verið um leyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi. Myndi standa í eitt til tvö ár til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver á svæðinu. 15. febrúar 2018 06:00 Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur sett hlut sinn í orkufyrirtækinu í söluferli. Væntingar um að 7 til 8 milljarðar fáist fyrir hlutinn. Kvika ráðgjafi við söluna. Lífeyrissjóðir eiga fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku í gegnum Jarðvarma. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur ákveðið að bjóða til sölu tæplega 54 prósenta eignarhlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Á meðal eigna fyrirtækisins er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Innergex eignaðist hlutinn í HS Orku í byrjun þessa árs þegar það gekk frá kaupum á öllu hlutafé kanadíska orkufélagsins Alterra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Fram kemur í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum og ber heitið Project Thor, að áætlaður hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,7 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins muni hins vegar nærri tvöfaldast og verða um 60 milljónir dala á árinu 2023. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory, en framkvæmdastjóri og annar eigandi þess er Jón Óttar Birgisson. Aðrir hluthafar HS Orku eru samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, með 33,4 prósenta hlut og fagfjárfestasjóðurinn ORK með 12,7 prósenta hlut. Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy gekk frá kaupum á hlut ORK í byrjun þessa mánaðar en kaupin eru hins vegar ekki frágengin þar sem enn er beðið eftir því hvort stjórn Jarðvarma muni nýta sér forkaupsrétt sinn að hlutnum. DC Renewable Energy AG er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Breskt systurfélag þess er Atlantic SuperConnection sem hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á fýsileika þess að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur svissneska fjárfestingafélagið áhuga á að bæta enn frekar við hlut sinn í HS Orku og kaupa rúmlega helmingshlut Innergex í félaginu. Sem væntanlegur hluthafi í HS Orku mun félagið hafa forkaupsrétt að þeim hlut komi til þess að hann verði seldur en samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Á meðal eigna HS Orku er sem fyrr segir 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu en í fjárfestakynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir 1,4 milljónum gesta í lónið á árinu 2019 og að þeir muni greiða að meðaltali um 52 evrur, jafnvirði um sjö þúsund króna á núverandi gengi, hver í aðgangseyri. Eignarhlutur fyrirtækisins í Bláa lóninu var settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Hagnaður HS Orku, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðskipti Tengdar fréttir Svissneskt félag kaupir tæp 13 prósent í HS Orku Svissneska fjárfestingafélagið DC Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í HS Orku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 6. október 2018 13:46 HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sótt hefur verið um leyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi. Myndi standa í eitt til tvö ár til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver á svæðinu. 15. febrúar 2018 06:00 Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur sett hlut sinn í orkufyrirtækinu í söluferli. Væntingar um að 7 til 8 milljarðar fáist fyrir hlutinn. Kvika ráðgjafi við söluna. Lífeyrissjóðir eiga fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku í gegnum Jarðvarma. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Svissneskt félag kaupir tæp 13 prósent í HS Orku Svissneska fjárfestingafélagið DC Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í HS Orku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 6. október 2018 13:46
HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sótt hefur verið um leyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi. Myndi standa í eitt til tvö ár til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver á svæðinu. 15. febrúar 2018 06:00
Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur sett hlut sinn í orkufyrirtækinu í söluferli. Væntingar um að 7 til 8 milljarðar fáist fyrir hlutinn. Kvika ráðgjafi við söluna. Lífeyrissjóðir eiga fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku í gegnum Jarðvarma. 23. maí 2018 06:00