Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 18:30 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Ef ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna verða samþykktar er líklegt að sá kaupmáttur sem fylgir launahækkunum muni brenna inni í verðbólgu miðað við eldri dæmi úr hagsögu Íslands. Í komandi kjarasamningum fara Starfsgreinasambandið og VR fram á hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Þá er gerð krafa um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án launaskerðingar. Markaður Fréttablaðsins greindi frá því í síðustu viku að kröfur Starfsgreinasambandsins fælu í sumum tilvikum í sér kröfur um allt að 98 prósent hærri laun.Hringrás launahækkana og verðbólgu Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tímabili. Launahækkanir leiddi til mikilla verðlagshækkana og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. Eins og sést á grafi hér neðar yfir þróun launavísitölu í bláu og kaupmáttar í rauðu frá 1989 til dagsins í dag eykst kaupmáttur ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu. Nokkuð var fjallað um þetta í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir á bls. 25: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt mega nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni. Nafnlaunahækkun síðustu fimm ára hefur verið 8% á ári. Þetta getur ekki gengið áfram. Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafnlaunahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Lág verðbólga á Íslandi verður aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir – þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika.“Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Boltinn kemur alltaf niður Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ekki hægt sé að segja hver áhrif launahækkana verða á verðbólgu fyrr en niðurstöður kjarasamninga liggja fyrir. „Þetta er í rauninni eins og eðlisfræðilögmál. Ef ég hendi upp bolta þá kemur hann niður. Fólk getur hugsað þetta út frá rekstri heimilisins. Ef við ákveðum allt í einu að við viljum auka útgjöld okkar og eyða umfram tekjur þá getum við gert það í einhvern tíma en til lengdar gengur dæmið ekki upp. Það er nákvæmlega þess vegna sem það skiptir máli að hafa í huga að það er eðlisfræðilögmál að raunlaun geta ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ segir Rannveig.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira