„Ég geri þig höfðinu styttri“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2018 15:45 Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel. Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel.
Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45