Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 12:11 Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti er sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans. Vísir/AFP Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49