Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2018 23:37 Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hét því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að tyrknesk yfirvöld myndu á þriðjudag greina frá niðurstöðum rannsóknar tyrkneskra yfirvalda á morðinu á Jamal Khashoggi. Á vef fréttastofu AP kemur fram að Erdogan segist ætla að upplýsa um rannsókn málsins í smáatriðum. Tilkynning Tyrklandsforseta er til marks um vaxandi þrýsting á stjórnvöld í Sádi-Arabíu sem krafin eru um að upplýsa málið að fullu. Ráðamenn vestrænna ríkja eru sagðir vilja bíða eftir niðurstöðum morðrannsóknarinnar áður en ákveðið verður hvort beita þurfi refsiaðgerðum. Það skal þó tekið fram að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur ákveðið að stöðva hergagnaútflutning til Sádi-Arabíu um stund. Blaðamaðurinn hvarf sporlaust eftir að hafa farið inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október síðastliðinn. Khashoggi hefur í skrifum sínum, meðal annars, á Washington Post gagnrýnt yfirvöld í Sádi-Arabíu harðlega og þá sérstaklega krónprinsinn Mohammed bin Salman. Yfirvöld í Sádi-Arabíu þverneita að hafa átt aðkomu að morðinu en viðurkenndu fyrir helgi að Khashoggi hefði verður myrtur eftir að hafa lent í áflogum við aðila sem voru á ræðismannsskrifstofunni. Ráðamenn tóku fram að þetta hefði átt sér stað án aðkomu og vitundar stjórnvalda. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hét því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að tyrknesk yfirvöld myndu á þriðjudag greina frá niðurstöðum rannsóknar tyrkneskra yfirvalda á morðinu á Jamal Khashoggi. Á vef fréttastofu AP kemur fram að Erdogan segist ætla að upplýsa um rannsókn málsins í smáatriðum. Tilkynning Tyrklandsforseta er til marks um vaxandi þrýsting á stjórnvöld í Sádi-Arabíu sem krafin eru um að upplýsa málið að fullu. Ráðamenn vestrænna ríkja eru sagðir vilja bíða eftir niðurstöðum morðrannsóknarinnar áður en ákveðið verður hvort beita þurfi refsiaðgerðum. Það skal þó tekið fram að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur ákveðið að stöðva hergagnaútflutning til Sádi-Arabíu um stund. Blaðamaðurinn hvarf sporlaust eftir að hafa farið inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október síðastliðinn. Khashoggi hefur í skrifum sínum, meðal annars, á Washington Post gagnrýnt yfirvöld í Sádi-Arabíu harðlega og þá sérstaklega krónprinsinn Mohammed bin Salman. Yfirvöld í Sádi-Arabíu þverneita að hafa átt aðkomu að morðinu en viðurkenndu fyrir helgi að Khashoggi hefði verður myrtur eftir að hafa lent í áflogum við aðila sem voru á ræðismannsskrifstofunni. Ráðamenn tóku fram að þetta hefði átt sér stað án aðkomu og vitundar stjórnvalda.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12