Fótbolti

Knattspyrnudraumur Bolt að rætast?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Usain Bolt í leik með CC Mariners
Usain Bolt í leik með CC Mariners vísir/getty
Ástralska úrvalsdeildarliðið Central Coast Mariners hefur boðið Usain Bolt atvinnumannasamning en þessi áttfaldi Ólympíumeistari hefur verið á reynslu hjá félaginu undanfarnar vikur.

Hann skoraði tvö mörk í æfingaleik á dögunum og hefur nú verið boðið að ganga endanlega til liðs við félagið. Þetta staðfestir umboðsmaður hans, Ricky Simms, í samtali við ESPN fréttastofuna.

Umboðsmaðurinn segir Bolt nú vera að íhuga hvort hann samþykki tilboðið en hann hafnaði á dögunum samningstilboði frá maltneska liðinu Valletta.


Tengdar fréttir

Bolt ætlar ekki að fara til Möltu

Meistaraliðið á Möltu, Valletta FC, bauð Usain Bolt tveggja ára samning á dögunum. Eftir að hafa skoðað málið aðeins hefur Bolt ákveðið að hafna tilboðinu.

Usain Bolt „á langt í land“

Usain Bolt skoraði fyrstu mörkin sín fyrir atvinnumannalið í fótbolta á dögunum. Varnarmenn andstæðingsins höfðu þó litlar áhyggjur af Ólympíumeistaranum.

Ástralir vilja fá Bolt í lyfjapróf

Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, er að reyna að komast að sem atvinnumaður í knattspyrnu og þó svo hann sé ekki enn kominn með samning er lyfjaeftirlitið byrjað að elta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×