HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:21 Níutíu manns hefur nú verið sagt upp hjá HB Granda á Akranesi á einu og hálfu ári. Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum. Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum.
Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23