Philadelphia Eagles og Jacksonville Jaguars áttust við síðastliðinn sunnudag og á mánudag fór svo fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar Tottenham og Manchester City áttust við en óhætt er að segja að völlurinn hafi litið skelfilega út eftir NFL leikinn.
NFL deildin hefur nú staðfest að fjórir leikir verði leiknir í Lundúnum á næstu leiktíð, tveir á Wembley en hinir tveir á nýjum leikvangi Tottenham.
Fyrsti NFL leikurinn í London fór fram árið 2007 og síðan þá hafa 24 leikir verið spilaðir í ensku höfuðborginni. Hafa 29 af 32 liðum NFL deildarinnar spilað í Lundúnum en ekki er búið að gefa út hvaða leikir verða leiknir á Englandi á næstu leiktíð.
See you in 2019! #NFLUK pic.twitter.com/7STAklRIyW
— NFL UK (@NFLUK) October 30, 2018