Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 20:38 Jónas og hans menn hafa nú gert sér lítið fyrir og rekið væntanlegan frambjóðanda til stjórnar. Heiðveig María telst hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni á stjórn. „Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
„Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19