Í ábendingu frá lesanda, sem barst bæði Vísi og Mbl, segir að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Með ábendingunni fylgdi svokölluð „skjáupptaka“ af upprunalega myndbandinu áður en því var eytt. Í því sést hvernig ökumaður jepplings með íslenskt bílnúmer ekur glæfralega um mosagróið svæði og spænir mosann upp.
Mbl greinir jafnframt frá því að utanvegaaksturinn sem sést í myndbandinu hafi verið tilkynntur til Umhverfisstofnunar
Ekki er ljóst hvar á landinu myndbandið er tekið en brot úr því var einnig birt í myndbandi á YouTube, sem fjallar um Íslandsferð hóps erlendra ferðamanna. Utanvegaaksturinn má sjá á mínútu 1:43 í spilaranum hér að neðan.