Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 11:38 Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. Getty/Tristan Fewings Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson. Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson.
Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira