Bjóðum börnin velkomin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun