Fótbolti

Pogba: Skrýtið að það snerti marga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba, miðjumaður Man. Utd, var ánægður með hvernig var tekið á móti honum í Tórínó í kvöld er Manhcester United sótti Juventus heim.

United gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Juventus eftir að Cristiano Ronaldo kom Juventus í 1-0. Pogba leið vel á vellinum í kvöld.

„Það var æðislegt að við unnum. Það var það mikilvægasta,“ sagði Pogba í samtali við BT Sports í leikslok í Tórínó í kvöld.

„Stuðningsmennirnir tóku vel á móti mér og mér líkar það. Við spiluðum gegn góðu liði en stigin þrjú eru mest mikilvægust,” en það fór fyrir brjóstið á einhverjum að Pogba hafi fagnað áður en boltinn fór yfir línuna í kvöld.

„Ég fagnaði fyrir markið og það var skrýtið að það snerti marga. Við höfum verið að spila vel saman og við gerðum þetta vel í kvöld,“ sagði Pogba og bætti við að lokum:

„Kannski áttum við auka orku til þess að klára þetta í lokin,“ sagði Frakkinn sem fiskaði aukaspyrnuna sem United jafnaði metin úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×