Meintan blekkingarleik má rekja til óstöðugrar krónu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 10:59 Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. Vísir/Vilhelm Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“ Neytendur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“
Neytendur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira