Patrekur: Stefán veit ekkert um þetta og ekki ég heldur Arnar Helgi Magnússon skrifar 4. nóvember 2018 18:21 Patrekur er þjálfari Selfoss. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.” Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.”
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira