Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 15:38 Úr leik í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira