Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 10:30 Vettvangurinn var formlega afhentur lögreglu í morgun. Á mynd sjást lögreglumenn að störfum við húsið á tíunda tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49