Ætla að reka Acosta aftur úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 19:14 Jim Acosta, fréttamaður CNN. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Donald Trump ætlar sér að fella niður aðgang Jim Acosta, fréttamanns CNN, að Hvíta húsinu aftur. Það er um leið og úrskurður dómara um að Acosta eigi að fá aðgang rennur út. Acosta var vísað úr Hvíta húsinu eftir að hann deildi við Trump á blaðamannafundi þann 7. nóvember. CNN höfðaði mál gegn Hvíta húsinu vegna málsins og fyrir helgi gaf dómari málsins út bráðabirgðaúrskurð um að Acosta ætti að fá blaðamannapassa sinn aftur, á meðan að meðferð málsins heldur áfram. Úrskurðurinn gildir þó einungis í fjórtán daga. Acosta fékk bréf frá Hvíta húsinu eftir að dómarinn opinberaði ákvörðun sína þar sem stóð að passinn yrði tekinn af honum aftur um leið og úrskurðurinn væri ekki lengur í gildi. Hvíta húsið segir að Acosta hafi ekki fylgt „grunngildum“ þegar hann deildi við forsetann.Samkvæmt AP Fréttaveitunni hefur CNN farið fram á áheyrn dómarans eins fljótt og auðið er og segja Hvíta húsið halda áfram að brjóta á stjórnarskrá Bandaríkjanna.CNN is asking for an emergency hearing to defend @Acosta’s press pass - again. Our statement, court documents and @WhiteHouse letter from @PressSec & Bill Shine here: https://t.co/3eC4dNRKfi@brianstelter’s story here: https://t.co/1FX2g1cOi2 — CNN Communications (@CNNPR) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar sér að fella niður aðgang Jim Acosta, fréttamanns CNN, að Hvíta húsinu aftur. Það er um leið og úrskurður dómara um að Acosta eigi að fá aðgang rennur út. Acosta var vísað úr Hvíta húsinu eftir að hann deildi við Trump á blaðamannafundi þann 7. nóvember. CNN höfðaði mál gegn Hvíta húsinu vegna málsins og fyrir helgi gaf dómari málsins út bráðabirgðaúrskurð um að Acosta ætti að fá blaðamannapassa sinn aftur, á meðan að meðferð málsins heldur áfram. Úrskurðurinn gildir þó einungis í fjórtán daga. Acosta fékk bréf frá Hvíta húsinu eftir að dómarinn opinberaði ákvörðun sína þar sem stóð að passinn yrði tekinn af honum aftur um leið og úrskurðurinn væri ekki lengur í gildi. Hvíta húsið segir að Acosta hafi ekki fylgt „grunngildum“ þegar hann deildi við forsetann.Samkvæmt AP Fréttaveitunni hefur CNN farið fram á áheyrn dómarans eins fljótt og auðið er og segja Hvíta húsið halda áfram að brjóta á stjórnarskrá Bandaríkjanna.CNN is asking for an emergency hearing to defend @Acosta’s press pass - again. Our statement, court documents and @WhiteHouse letter from @PressSec & Bill Shine here: https://t.co/3eC4dNRKfi@brianstelter’s story here: https://t.co/1FX2g1cOi2 — CNN Communications (@CNNPR) November 19, 2018Vilja einhliða velsæmi Trump sjálfur og starfsmenn hans hafa að undanförnu kallað eftir auknu velsæmi í Hvíta húsinu og hafa blaðamenn verið sakaðir um að sýna ekki nægjanlegt velsæmi. „Við verðum að hafa velsæmi í Hvíta húsinu,“ sagði Sanders í kjölfar úrskurðar dómarans í síðustu viku. „Velsæmi. Þú getur ekki bara spurt þriggja og fjögurra spurninga, staðið uppi og ekki setið niður. Þú verður að hafa velsæmi,“ sagði Trump sjálfur á föstudaginn. Hann virðist þó hafa litlar áhyggjur af eigin velsæmi og þá sérstaklega með tilliti til tísti hans frá því í gær þar sem hann virtist kalla Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, skít. Í tístinu breytti Trump nafni Schiff í Schitt en hann hefur lengi haft gaman af því að gefa fólki dónaleg viðurnefni.So funny to see little Adam Schitt (D-CA) talking about the fact that Acting Attorney General Matt Whitaker was not approved by the Senate, but not mentioning the fact that Bob Mueller (who is highly conflicted) was not approved by the Senate! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2018 Þá er vert að benda á atvik sem kom upp þann 9. nóvember, tveimur dögum eftir að Hvíta húsið segir að Acosta hafi brotið gegn áðurnefndum „grunngildum“. Þá var Trump spurður út í starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvort hann vildi að hann hefði áhrif á rannsókn Robert Mueller. „Mikið rosalega er þetta heimskuleg spurning. Mjög heimskuleg spurning,“ sagði Trump við fréttakonuna Abby Philip. „Ég horfi þó mikið á þig og þú spyrð margra heimskulegra spurninga,“ sagði forsetinn svo og gekk frá Philip.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36 Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45 Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta. 14. nóvember 2018 17:36
Áfangasigur CNN gegn Trump Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður. 16. nóvember 2018 15:45
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00