Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 13:55 Þó að Kínverjar séu byrjaðir að rífa niður kolaorkuver rís fjöldi annarra í staðinn. Kínverjar eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Færi heimsbyggðin að fordæmi þeirra yrði hnattræn hlýnun margfalt meiri en markmið Parísarsamkomulagsins. Vísir/EPA Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015. Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015.
Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00