Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2018 16:30 Jónas Garðarsson er, auk þess að vera gjaldkeri Sjómannadagsráðs, formaður Sjómannafélags Íslands Fréttablaðið/valli Heldur kom á margan manninn á haustfundi Sjómannadagsráðs á dögunum þegar borin var upp vantrauststillaga á gjaldkera félagsins, Jónas Garðarsson. Það var Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður félags Vélstjóra og málmtæknimanna, sem vildi leggja þetta fram til umræðu og atkvæða undir dagskrárliðnum önnur mál en erindinu var vísað frá með miklum meirihluta atkvæða. Fundarmenn voru hátt í 30 en fjórir vildu taka málið til afgreiðslu. Jónas er, auk þess að vera gjaldkeri Sjómannadagsráðs, formaður Sjómannafélags Íslands en þar logar allt í illdeilum sem náðu ákveðnum hápunkti með því að væntanlegum frambjóðanda til stjórnar á næsta aðalfundi, Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, var vísað úr félaginu. Ekki sér þó fyrir enda á þeim málarekstri öllum. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, hefur stefnt SÍ til félagsdóms og farið fram á flýtimeðferð vegna þess að framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út á hádegi á mánudag komandi.Hálfdán Henrýsson.SjómannadagsráðEkkert uppá Jónas að klaga Hálfdán Henrýsson er formaður Sjómannadagsráðs. Hann segir, í samtali við Vísi að hann hafi sem formaður stigið fram þegar tillaga Guðmundar Helga var borin upp og svarað þannig að það væri ekki heimild til þess í lögum Sjómannadagskráðs að skipta sér af innanbúðarmálum hvers félags um sig. Við svo búið var málinu vísað frá. „Okkur er ekki heimilt að skipta okkur af innafélagsmálum. Okkar hlutverk er það eitt að halda upp á Sjómannadaginn og reka heimili fyrir aldraða.“ Hálfdán segir þetta hafa farið friðsamlega fram og ekki hafi orðið neinar frekari umræður um málið. Þá segir hann spurður að Jónas njóti fulls trausts stjórnar Sjómannadagsráðs. „Hann er duglegur maður og gott að vinna með honum. Við höfum ekkert uppá hann að klaga. Jónas er úrræðagóður og tekur þátt í öllum umræðum.“En, hann er umdeildur maður?„Já, það er allt annað mál. En hérna sinnir hann sínum störfum mjög vel og meðan ekkert annað kemur upp höfum við ekkert annað um það að segja. Það eru fimmtíu og eitthvað ár síðan ég var í Sjómannafélagi Íslands. Ég er í Skipsstjórnarfélaginu og við leiðum allt svona hjá okkur,“ segir Hálfdán.Heiðveig María hefur sagt tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIREignir SÍ renni til Sjómannadagsráðs Nýverið var kynnt á heimasíðu SÍ breyting á lögum félagsins og vísað til samþykktar á síðasta aðalfundi fyrir tæpu ári. Þetta er síðasta grein laga, númer 28 þar sem segir að ef til slita félagsins komi, eins og gert hafði verið ráð fyrir að yrði þegar og ef til sameiningar sjómannafélaga kæmi, viðræður sem svo sigldu í strand, myndu allar eigu félagsins renna til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna DAS, sem er í eigu Sjómannadagsráðs, hvar Jónas er gjaldkeri. „28. gr. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 allra félagsmanna samþykki það að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu. Auðir og ógildir seðlar teljast ekki greidd atkvæði. Verði samþykkt að leggja félagið niður, skal eignum félagsins ráðstafað til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna DAS. Um sameiningu félaga skal fjallað á sama hátt og lagabreytingar.“Heiðveig María ætlaði að henda sér í formannsstólinn í Sjómannafélagi Íslands. Það hefur reynst þrautarganga.Vísir reyndi að ná tali af Bergi Þorkelssyni, gjaldkera SÍ í dag vegna þessa, en Bergur er jafnframt varmaður í stjórn Sjómannadagsráði. Bergur hefur áður upplýst í samtali við Vísi að komandi stjórnarkjör væri hugsað til málamynda, Jónas muni ekki gefa kost á sér en hann situr út næsta ár sem formaður. En, þá var líka gert ráð fyrir því að félagið yrði lagt niður í kjölfar sameiningar sjómannafélaga. Bergur hafði ekki tök á að ræða við blaðamann Vísis þegar í hann náðist nú í dag. Og benti blaðamanni á að reyna síðar. Til stóð að inna Berg eftir því hvenær þetta lagaákvæði hefði verið sett inná heimasíðuna og um hversu miklar eignir væri að ræða?Lagabreytingin kemur formanni Jötuns í opna skjöldu Jötunn í Eyjum og Sjómannafélag Eyjafjarðar höfðu frumkvæði að því að slíta sameiningaviðræðum við SÍ og fleiri félög. Það var meðal annars vegna ásakana Heiðveigar Maríu á hendur stjórn SÍ en að sögn Þorsteins Guðmundssonar formanns Jötuns voru þar fleiri álitaefni sem menn hnutu um, og þá ekki síður í atriðum sem komu upp seinna svo sem brottrekstri Heiðveigar sem Jötunn hefur fordæmt.Sjómenn í Eyjum og í Eyjafirði höfðu frumkvæði að því að slíta samningaviðræðunum.Þorsteinn segir þessa lagabreytingu, um að eignir félagsins ættu að renna til Sjómannadagsráðs, koma sér virkilega á óvart. Hann segir að samningaviðræðurnar hafi verið komnar á það stig að menn hafi gróflega verið búnir að leggja niður fyrir sig eignastöðu. Næsta skref hafi svo átt að vera að fara nánar yfir sjóðastöðu með fulltingi lögmanna. Til þess kom þó ekki vegna slita á viðræðum. Þorsteinn segist hafa talið að eignir ættu að renna í sameiginlegt félag en um er að ræða einhverjar íbúðir og sumarbústaði svo eitthvað sé nefnt. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Heldur kom á margan manninn á haustfundi Sjómannadagsráðs á dögunum þegar borin var upp vantrauststillaga á gjaldkera félagsins, Jónas Garðarsson. Það var Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður félags Vélstjóra og málmtæknimanna, sem vildi leggja þetta fram til umræðu og atkvæða undir dagskrárliðnum önnur mál en erindinu var vísað frá með miklum meirihluta atkvæða. Fundarmenn voru hátt í 30 en fjórir vildu taka málið til afgreiðslu. Jónas er, auk þess að vera gjaldkeri Sjómannadagsráðs, formaður Sjómannafélags Íslands en þar logar allt í illdeilum sem náðu ákveðnum hápunkti með því að væntanlegum frambjóðanda til stjórnar á næsta aðalfundi, Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, var vísað úr félaginu. Ekki sér þó fyrir enda á þeim málarekstri öllum. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, hefur stefnt SÍ til félagsdóms og farið fram á flýtimeðferð vegna þess að framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út á hádegi á mánudag komandi.Hálfdán Henrýsson.SjómannadagsráðEkkert uppá Jónas að klaga Hálfdán Henrýsson er formaður Sjómannadagsráðs. Hann segir, í samtali við Vísi að hann hafi sem formaður stigið fram þegar tillaga Guðmundar Helga var borin upp og svarað þannig að það væri ekki heimild til þess í lögum Sjómannadagskráðs að skipta sér af innanbúðarmálum hvers félags um sig. Við svo búið var málinu vísað frá. „Okkur er ekki heimilt að skipta okkur af innafélagsmálum. Okkar hlutverk er það eitt að halda upp á Sjómannadaginn og reka heimili fyrir aldraða.“ Hálfdán segir þetta hafa farið friðsamlega fram og ekki hafi orðið neinar frekari umræður um málið. Þá segir hann spurður að Jónas njóti fulls trausts stjórnar Sjómannadagsráðs. „Hann er duglegur maður og gott að vinna með honum. Við höfum ekkert uppá hann að klaga. Jónas er úrræðagóður og tekur þátt í öllum umræðum.“En, hann er umdeildur maður?„Já, það er allt annað mál. En hérna sinnir hann sínum störfum mjög vel og meðan ekkert annað kemur upp höfum við ekkert annað um það að segja. Það eru fimmtíu og eitthvað ár síðan ég var í Sjómannafélagi Íslands. Ég er í Skipsstjórnarfélaginu og við leiðum allt svona hjá okkur,“ segir Hálfdán.Heiðveig María hefur sagt tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIREignir SÍ renni til Sjómannadagsráðs Nýverið var kynnt á heimasíðu SÍ breyting á lögum félagsins og vísað til samþykktar á síðasta aðalfundi fyrir tæpu ári. Þetta er síðasta grein laga, númer 28 þar sem segir að ef til slita félagsins komi, eins og gert hafði verið ráð fyrir að yrði þegar og ef til sameiningar sjómannafélaga kæmi, viðræður sem svo sigldu í strand, myndu allar eigu félagsins renna til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna DAS, sem er í eigu Sjómannadagsráðs, hvar Jónas er gjaldkeri. „28. gr. Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 allra félagsmanna samþykki það að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu. Auðir og ógildir seðlar teljast ekki greidd atkvæði. Verði samþykkt að leggja félagið niður, skal eignum félagsins ráðstafað til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna DAS. Um sameiningu félaga skal fjallað á sama hátt og lagabreytingar.“Heiðveig María ætlaði að henda sér í formannsstólinn í Sjómannafélagi Íslands. Það hefur reynst þrautarganga.Vísir reyndi að ná tali af Bergi Þorkelssyni, gjaldkera SÍ í dag vegna þessa, en Bergur er jafnframt varmaður í stjórn Sjómannadagsráði. Bergur hefur áður upplýst í samtali við Vísi að komandi stjórnarkjör væri hugsað til málamynda, Jónas muni ekki gefa kost á sér en hann situr út næsta ár sem formaður. En, þá var líka gert ráð fyrir því að félagið yrði lagt niður í kjölfar sameiningar sjómannafélaga. Bergur hafði ekki tök á að ræða við blaðamann Vísis þegar í hann náðist nú í dag. Og benti blaðamanni á að reyna síðar. Til stóð að inna Berg eftir því hvenær þetta lagaákvæði hefði verið sett inná heimasíðuna og um hversu miklar eignir væri að ræða?Lagabreytingin kemur formanni Jötuns í opna skjöldu Jötunn í Eyjum og Sjómannafélag Eyjafjarðar höfðu frumkvæði að því að slíta sameiningaviðræðum við SÍ og fleiri félög. Það var meðal annars vegna ásakana Heiðveigar Maríu á hendur stjórn SÍ en að sögn Þorsteins Guðmundssonar formanns Jötuns voru þar fleiri álitaefni sem menn hnutu um, og þá ekki síður í atriðum sem komu upp seinna svo sem brottrekstri Heiðveigar sem Jötunn hefur fordæmt.Sjómenn í Eyjum og í Eyjafirði höfðu frumkvæði að því að slíta samningaviðræðunum.Þorsteinn segir þessa lagabreytingu, um að eignir félagsins ættu að renna til Sjómannadagsráðs, koma sér virkilega á óvart. Hann segir að samningaviðræðurnar hafi verið komnar á það stig að menn hafi gróflega verið búnir að leggja niður fyrir sig eignastöðu. Næsta skref hafi svo átt að vera að fara nánar yfir sjóðastöðu með fulltingi lögmanna. Til þess kom þó ekki vegna slita á viðræðum. Þorsteinn segist hafa talið að eignir ættu að renna í sameiginlegt félag en um er að ræða einhverjar íbúðir og sumarbústaði svo eitthvað sé nefnt.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06