Sænska fataverslunarkeðjan Weekday mun opna útibú í Smáralind næsta vor.
Weekday var stofnað árið 2002 í Stokkhólmi og er mörgum Íslendingum kunn. Keðjan rekur fjölda verslana í Evrópu, til að mynda í Austurríki, Danmörku, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og á Bretlandi.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að opunin á Íslandi sé liður í frekari útrás fyrirtækisins, en Weekday hefur í hyggju að opna verslanir á tveimur nýjum markaðssvæðum á næsta ári.
„Weekday er sænskt tískufyrirtæki sem leggur sérstaka áherslu á fatnað úr gallaefni og er innblásið af ungmenningu og götustíl,“ segir í tilkynningunni og bætt við að frekari upplýsingar verði veittar þegar nær dregur opnuninni.
