Sannfærð um íkveikju og ósátt við ákvörðun lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar eldur kom upp á heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju. „Þetta mál, rannsókn þess var hætt hjá ákæruvaldinu og það er enginn grunaður,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Hann segir að málið teljist óupplýst. „Það er grunur um íkveikju en ekkert staðfest í þeim efnum.“Frá vinnu slökkviliðsins sumarið 2017.Brunavarnir ÁrnessýsluAndrea Kristín var sofandi á heimili sínu að Heiðarbrún á Stokkseyri þegar eldur kom upp í húsinu snemma morguns þann 16. júlí 2017. Hún segir það hafa sannast að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það voru tekin sýni úr parketi og úr þaki og það er búið að sanna íkveikju,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Mér finnst það ofboðslega miður að lögreglan telji þetta óupplýst miðað við allar upplýsingar og öll gögnin sem þeir eiga að hafa, öll vitnin.“ Hún segist hafa bókað það í þrígang að henni hafi verið hótað. „Það átti að kveikja í húsinu mínu og drepa hundana mína. Í þrígang lét ég þá vita. Og hvað gerðist á endanum?“Lögreglu grunar að um íkveikju hafi verið að ræða. Enginn er þó grunaður.Brunarvarnir ÁrnessýsluAndrea segist hafa orðið fyrir árás á nýju heimili sínu í vor. Hún hafi hringt í lögreglu en engir viðbragðsaðilar hafi komið á staðinn. „Símtalið varir í 54 sekúndur. Það heyrist á bandinu þegar það er verið að berja á mér. 54 sekúndur. Það hefðu aðilar getað drepið mig. Það kom enginn. Þetta er til á teipi.“ „Það er þrisvar búið að fara á nýja heimili mitt og valda skemmdum. Lögreglunni er bara alveg sama, ég er bara búin að gefast upp. Ég bæti bara skaðann sjálf en þetta er ekki allt í lagi. Ég fæ ekki einu sinni útskýringar. 112, á þetta númer ekki að bjarga mannslífum? Sem betur fer bjargaði ég mér sjálf. 54 sekúndur og það kom enginn. Það eru til sannanir fyrir þessu, þetta er staðfest en ég fæ engar útskýringar.“Andrea Kristín veltir fyrir sér hvort saga hennar hafi eitthvað að segja.Vísir/StefánAndrea segist vera mjög reið vegna málsins. Hún hafi mátt þola miklar kvalir vegna brunasára sem hún hlaut og misst allt. Hún segir sveitarfélagið hafa lokað á sig og þá hafi hún hvergi fengið inni, verið heimilislaus með þriðja stigs bruna. „Ég hef varla sofið í tvö ár. Þú finnur ekki varnarlausari manneskju en sofandi manneskju. Það var ráðist inn á mitt heimili, mitt öryggi og það var kveikt í mér sofandi.“Var lögreglan ekki búin að láta þig vita að rannsókn málsins hefði verið hætt? „Nei, lögreglan er ekki prívat og persónulega búin að hringja í mig. Lögfræðingurinn minn hringdi í mig og hann var gráti næst. Ég sagðist ekki vera tilbúin til að sjá gögnin og ég spurði hvað þeir ætluðu að gera. Hann sagði „Veistu Andrea ég efast um að þeir ákæri.“ Og ég skellti á hann en þetta er að sjálfsögðu ekki honum að kenna.“ Andrea spyr að lokum áður en hún kveður hvort að saga hennar sé þess valdandi að viðbrögð lögreglu séu á þennan hátt, en Andrea á sér langa brotasögu. Í viðtali við Vísi í kjölfar brunans árið 2017 sagðist hún hafa snúið við blaðinu.Húsið, sem var frá árinu 1910, stóð við Heiðarbrún á Stokkseyri og var vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014. Árborg Lögreglumál Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár og að hún muni gangast undir frekari aðgerðir. 17. júlí 2017 22:00 Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gæ 8. júní 2017 10:45 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar eldur kom upp á heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju. „Þetta mál, rannsókn þess var hætt hjá ákæruvaldinu og það er enginn grunaður,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Hann segir að málið teljist óupplýst. „Það er grunur um íkveikju en ekkert staðfest í þeim efnum.“Frá vinnu slökkviliðsins sumarið 2017.Brunavarnir ÁrnessýsluAndrea Kristín var sofandi á heimili sínu að Heiðarbrún á Stokkseyri þegar eldur kom upp í húsinu snemma morguns þann 16. júlí 2017. Hún segir það hafa sannast að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það voru tekin sýni úr parketi og úr þaki og það er búið að sanna íkveikju,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Mér finnst það ofboðslega miður að lögreglan telji þetta óupplýst miðað við allar upplýsingar og öll gögnin sem þeir eiga að hafa, öll vitnin.“ Hún segist hafa bókað það í þrígang að henni hafi verið hótað. „Það átti að kveikja í húsinu mínu og drepa hundana mína. Í þrígang lét ég þá vita. Og hvað gerðist á endanum?“Lögreglu grunar að um íkveikju hafi verið að ræða. Enginn er þó grunaður.Brunarvarnir ÁrnessýsluAndrea segist hafa orðið fyrir árás á nýju heimili sínu í vor. Hún hafi hringt í lögreglu en engir viðbragðsaðilar hafi komið á staðinn. „Símtalið varir í 54 sekúndur. Það heyrist á bandinu þegar það er verið að berja á mér. 54 sekúndur. Það hefðu aðilar getað drepið mig. Það kom enginn. Þetta er til á teipi.“ „Það er þrisvar búið að fara á nýja heimili mitt og valda skemmdum. Lögreglunni er bara alveg sama, ég er bara búin að gefast upp. Ég bæti bara skaðann sjálf en þetta er ekki allt í lagi. Ég fæ ekki einu sinni útskýringar. 112, á þetta númer ekki að bjarga mannslífum? Sem betur fer bjargaði ég mér sjálf. 54 sekúndur og það kom enginn. Það eru til sannanir fyrir þessu, þetta er staðfest en ég fæ engar útskýringar.“Andrea Kristín veltir fyrir sér hvort saga hennar hafi eitthvað að segja.Vísir/StefánAndrea segist vera mjög reið vegna málsins. Hún hafi mátt þola miklar kvalir vegna brunasára sem hún hlaut og misst allt. Hún segir sveitarfélagið hafa lokað á sig og þá hafi hún hvergi fengið inni, verið heimilislaus með þriðja stigs bruna. „Ég hef varla sofið í tvö ár. Þú finnur ekki varnarlausari manneskju en sofandi manneskju. Það var ráðist inn á mitt heimili, mitt öryggi og það var kveikt í mér sofandi.“Var lögreglan ekki búin að láta þig vita að rannsókn málsins hefði verið hætt? „Nei, lögreglan er ekki prívat og persónulega búin að hringja í mig. Lögfræðingurinn minn hringdi í mig og hann var gráti næst. Ég sagðist ekki vera tilbúin til að sjá gögnin og ég spurði hvað þeir ætluðu að gera. Hann sagði „Veistu Andrea ég efast um að þeir ákæri.“ Og ég skellti á hann en þetta er að sjálfsögðu ekki honum að kenna.“ Andrea spyr að lokum áður en hún kveður hvort að saga hennar sé þess valdandi að viðbrögð lögreglu séu á þennan hátt, en Andrea á sér langa brotasögu. Í viðtali við Vísi í kjölfar brunans árið 2017 sagðist hún hafa snúið við blaðinu.Húsið, sem var frá árinu 1910, stóð við Heiðarbrún á Stokkseyri og var vettvangur hrottalegra líkamsmeiðinga í Stokkseyrarmálinu svonefnda í júlí 2013. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn voru meðal annars dæmdir í sex ára fangelsi vegna málsins í febrúar árið 2014.
Árborg Lögreglumál Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár og að hún muni gangast undir frekari aðgerðir. 17. júlí 2017 22:00 Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gæ 8. júní 2017 10:45 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár og að hún muni gangast undir frekari aðgerðir. 17. júlí 2017 22:00
Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gæ 8. júní 2017 10:45
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48