Þetta þarf að gerast svo Ísland verði í efsta styrkleikaflokki Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 13:30 Erik Hamrén þarf sigur í kvöld. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00