Leðurblökumaðurinn bjargar íslenskunni Benedikt Bóas skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Haraldur Hrafn Gudmundsson er þýðandi Leðurblökumannsins. Fréttablaðið/Ernir „Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00