Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira