Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Fréttablaðið/GVA „Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00