Meiðslalistinn lengist enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Gylfi Þór meiddist í leik Everton um helgina vísir/vilhelm Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti