Áfram í fangelsi vegna Facebook-ummæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Facebook. Vísir/Getty Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira