Viðskipti innlent

Hættir í bankaráði Seðlabankans vegna Klaustursupptakna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilborg er greinilega ekki stolt af félögum sínum í Miðflokknum.
Vilborg er greinilega ekki stolt af félögum sínum í Miðflokknum. Vísir/Vilhelm
Vilborg G. Hansen er hætt sem varamaður í bankaráði Seðlabanki Íslands. Vilborg var fulltrúi Miðflokksins í bankaráðinu. Hún segist taka ákvörðun sína eftir að hafa heyrt ummæli þingmanna Miðflokksins sem náðust á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum.

Vilborg, sem er löggiltur fasteignasali, sendi úrsögn sína til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs, í morgun. Þá segist hún hafa sent úrsögn úr Miðflokknum á flokkinn.

Bréf Vilborgar má sjá að neðan.

Úrsögn úr varamennsku í bankaráði Seðlabankans

Forseti alþingis og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Ég undirrituð segi mig hér með úr varamannsku í bankaráðs Seðlabanka þar sem mér er ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem ég sit í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í Dv og Stundinni.

Vinsamlega staðfestið úrsögn mína.

Með vinsemd og virðingu

Vilborg G Hansen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×