Handbolti

Seinni bylgjan: Geggjaðir Gautar hjá Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson. Vísir/Bára
Framarar enduðu fjögurra leikja taphrinu á móti Aftureldingu og það voru einkum tvær skyttur liðsins sem fóru fyrir Safamýrarpiltum í leiknum. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu Gautanna í Framliðinu.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Aron Gauti Óskarsson nýttu saman 13 af 16 skotum sínum í 30-26 sigri Fram á Aftureldingu. Þorsteinn Gauti skoraði sjö mörk en Aron Gauti sex.

„Skytturnar áttu toppleik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Aron Gauti Óskarsson voru virkilega öflugir í þessum leik, fengu fín skot og voru að setja hann,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Þeir fengu mjög mikla hjálp frá Aftureldingu í þessum leik svo þeir gætu verið ógeðslega góðir. Vörnin hjá Aftureldingu var rosalega passív og rosalega flöt. Það var langt á milli manna, núll hreyfanleiki og engin hjálparvörn. Það er draumur fyrir miðlungsskotmenn hvað þá fyrir góða skotmenn eins og þessa stráka,“ sagði Sebastian Alexandersson.

Það má sjá allt innslagið um Framstrákanna hér fyrir neðan.



Klippa: Geggjaðir Gautar hjá Fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×