Opið fyrir skipaferðir á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 08:03 Kerchsundi var lokað með olíuflutningaskipi. Vísir/AP Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50
Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39