Fótbolti

BBC: Skammarlegir 36 klukkutímar fyrir argentínskan fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Perez hjá Boca Juniors slasaðist í árásinni á rútu liðsins.
Pablo Perez hjá Boca Juniors slasaðist í árásinni á rútu liðsins. Vísir/Getty
Ekkert varð af seinni úrslitaleik River Plate og Boca Juniors um Copa Libertadores bikarinn um helgina. Heimurinn var með augun á stærsta leiknum í 127 ára sögu argentínska fótboltans en fékk aðeins að upplifa verstu hliðar fótboltans í landinu.

Árás stuðningsmanna River Plate á liðsrútu Boca Juniors sá til þess að úrslitaleik allra úrslitaleikja var frestað um sólarhring. Honum var síðan aftur frestað í gær.









Það er ekki á hverjum degi sem athygli knattspyrnuheimsins er á félagsliðum í Argentínu. Mjög margir knattspyrnumenn í Argentínu eru heimsþekktir en aðeins fyrir framgöngu sína með evrópskum liðum eða á stórmótum með argentínska landsliðinu.

Mani Djazmi skrifar pistil fyrir BBC um leikinn sem aldrei fór fram og fyrirsögnin er: „The 36 hours that shamed Argentine football“ eða „36 klukkutímar sem niðurlægðu argentínskan fótbolta“. Djazmi var á staðnum og upplifði því þessa 36 tíma á eigin skinni.





Það er hægt að taka undir þessi orð hans en vonbrigðin eru mikil að ólátaseggir og ólæti áhorfenda hafi á árinu 2018 rænt knattspyrnuna af einstökum og eflaust mjög eftirminnilegum leik. Nú er bara spurning hvort og þá hvenær leikurinn verður spilaður.





Það dugði heldur ekki að banna stuðningsmönnum Boca Juniors að mæta á heimaleik River Plate því það þurfti alltaf að koma leikmönnum Boca Juniors á staðinn og í gegnum haf stuðningsmanna River Plate.

Liðsrúta Boca Juniors stórskemmdist á leiðinni og enn verra var að táragas lögreglunnar hafði mikil áhrif á leikmenn Boca. Tveir enduðu á sjúkrahúsi með skurð á höfði og aðrir áttu erfitt vegna áhrifa táragassins en þeir sáust meðal annars æla í búningsklefanum.

Í fyrstu átti bara að seinka leiknum en hvorki Boca Juniors eða River Plate vildu spila þennan leik undir þessum kringumstæðum. Aftur var honum seinkað en á endanum var ákveðið að fresta leiknum um sólarhring.





Nokkrum tímum áður en leikurinn átti að hefast í gær var honum síðan frestað í enn eitt skiptið og nú á eftir að koma í ljós hvort hann fari hreinlega einhvern tímann fram.

Stór hluti af aðdráttarafli leiksins var vissulega hin mikla ástríða sem stuðningsmenn liðanna bera til sinna liða. Það sorglega var aftur á móti að ólæti og óspekktir hafi verið sigurvegari kvöldsins og helgarinnar.

Það má lesa allan pistil Mani Djazmi með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×