Innlent

Búið að slökkva eldinn í Hafnarfirði

Andri Eysteinsson skrifar
Slökkviliðinu barst tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði
Slökkviliðinu barst tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Vísir/Baldur Hrafnkell
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í iðnaðarhúsnæði  í Vallahverfinu í Hafnarfirði í dag. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang.

Umfang eldsins reyndist minna en talið var í fyrstu. Grunur leikur á að eldurinn hafi komið upp útfrá lyftara innandyra. Eldurinn náði ekki að læsa sig í húsið sjálft.

Engin starfsemi var í húsinu þegar eldurinn kom upp. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við fréttastofu að búið sé að ráða niðurlögum eldsins og reykræsting standi nú yfir.

Fréttin hefur verið uppfærð, upphaflegu fréttina má lesa hér að neðan.

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Vallahverfinu í Hafnarfirði í dag. Slökkvilið sendi dælubíla á vettvang en ekki liggur fyrir hvert umfang eldvoðans er. 

Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er eldurinn í húsnæði við Gjáhellu 11 en þar stendur Járn og blikk ehf, vélsmiðja.

Stutt er síðan að eldur kom upp í öðru iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði en 16. nóvember brann húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB við Hvaleyrarbraut.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Logar enn í glæðum í Hafnarfirði

Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina.

Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir

Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×