Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 09:34 Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum. EPA/ Jim Lo Scalzo Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17