Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Sendingum að utan hefur fjölgað undanfarin ár en bréfsendingar dregist saman. Íslandspóstur segir að vandann megi rekja til þess. Fréttablaðið/anton brink Skýringar Íslandspósts (ÍSP) í fjölmiðlum og fyrir fjárlaganefnd Alþingis koma ekki heim og saman við álit eftirlitsaðila. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Í september var tilkynnt um að ríkissjóður hygðist lána ÍSP 500 milljónir króna til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningunni segir að tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafi dregist saman á meðan dreifikerfið hafi stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja. Þá hafi auknar tekjur af pakkasendingum ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Stór þáttur í því er aukinn fjöldi sendinga vegna netverslunar frá Kína og öðrum löndum sem flokkuð eru sem þróunarríki. Því hefur talsvert gengið á eigið fé ÍSP. ÍSP hefur einkarétt á bréfsendingum undir 50 grömmum og ber einnig skylda samkvæmt lögum til að sinna svokallaðri alþjónustu á sendingum undir tuttugu kílógrömmum. Á síðasta ári nam hagnaður ÍSP vegna einkaréttar rúmum 370 milljónum og rúmum 497 milljónum árið á undan. Tap vegna samkeppni innan alþjónustu nam á móti tæplega 1,5 milljörðum á sama tímabili. Að sögn ÍSP liggur rót vandans þarna. Vegna þessa fór ÍSP fram á það að íslenska ríkið myndi lána fyrirtækinu 1,5 milljarða króna til að mæta þeim vanda sem við blasir þar sem viðskiptabanki fyrirtækisins hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Breytingatillaga á fjárlögum var lögð fyrir þingið fyrir aðra umræðu en tekin út þar sem fjárlaganefnd þingsins vildi kanna hvort rétt væri að binda fjárveitinguna einhverjum skilyrðum. Verður það fyrir þriðju umræðu.Lán sem varla fást endurgreidd Séu ársskýrslur ÍSP og dótturfélaga skoðaðar má hins vegar sjá hluti sem benda til þess að fjárfestingar félagsins hafi ekki skilað sér sem skyldi. Árið 2006 keypti ÍSP prentsmiðjuna Samskipti ehf. Þá var tap á rekstri félagsins og eigið fé neikvætt upp á 63 milljónir. Kaupverð var ekki gefið upp en niðurfært kaupverð í ársreikningum 2009-2011 nam 131 milljón. Tilgangur kaupanna var meðal annars að mæta kröfum viðskiptavina um aukna þjónustu og auka verðmæti eignahluta félagsins. Áframhaldandi taprekstur var á fyrirtækinu eftir kaupin að undanskildu árinu 2007 en þá keypti ÍSP fasteign af Samskiptum. Árið 2013 var búið að afskrifa að fullu viðskiptavild ÍSP í Samskiptum og á sama ári setti ÍSP aukið hlutafé, 55 milljónir króna, í fyrirtækið. Annað dótturfélag ÍSP er fyrirtækið ePóstur sem stofnað var árið 2012. Samkvæmt ársreikningi 2013 fékk fyrirtækið 247 milljónir í lán frá móðurfélagi sínu. Tap á rekstri var 80 milljónir það rekstrarár og eiginfjárstaða félagsins neikvæð sem því nemur. 2014 fékk fyrirtækið aftur lán frá ÍSP, nú upp á 55 milljónir. Fyrirtækið skilaði rekstrartapi upp á 90 milljónir það ár og var eigið fé neikvætt um 151 milljón. Þá er athyglivert að lán ÍSP til ePósts hefur nær enga vexti borið og mun ekki koma til með að gera það. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að nú sé unnið að því að innlima ePóst inn í móðurfélagið. Nær öruggt má því telja að lánveitingar fyrirtækisins fáist ekki endurgreiddar.Fjárfestingar víða í rekstri Þá eru ótaldar aðrar fjárfestingar ÍSP en á undanförnum áratug hefur fyrirtækið fjárfest fyrir hundruð milljóna í húsnæði, bílum og tækjum. Í kringum tíu ára afmæli ÍSP, árin 2005 og 2006, voru byggð tíu ný pósthús víðsvegar um landið og sagt frá því að fyrirtækið væri að hefja innreið sína að fullu inn á flutningamarkað. Þá festi ÍSP árið 2012 kaup á glænýrri póstflokkunarvél fyrir hátt í 200 milljónir króna. Að endingu er vert að nefna að í lok síðasta árs var ákveðið að stækka flutningamiðstöð ÍSP í Reykjavík. Hún mun kosta 700 milljónir. „Það er alveg mál að hluti af þessum rekstrarvanda er tilkominn vegna kostnaðar sem hlýst af alþjónustunni og að hagnaður af einkarétti stendur sífellt minna undir henni. En svo getur maður spurt sig hvort það séu aðrar ákvarðanir sem vega þyngra og snúa að samkeppnishlutanum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Willum segir mikilvægt að passa upp á verðmæti hlutabréfa ríkisins í ÍSP. Ríkinu beri skylda til að tryggja alþjónustu og að pakkar og sendingar berist áfram til landsmanna. Því sé verið að skoða að binda lánveitinguna einhverjum skilyrðum. „Ef fjárfestingar í samkeppnisrekstri vega þyngra en blasir við í dag þá er ástæða til þess að fá óháðan aðila til að skoða málið,“ segir Willum. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, á sæti í stjórn ÍSP. Þá var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í stjórn frá 2000 til 2013. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Skýringar Íslandspósts (ÍSP) í fjölmiðlum og fyrir fjárlaganefnd Alþingis koma ekki heim og saman við álit eftirlitsaðila. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljóna vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Í september var tilkynnt um að ríkissjóður hygðist lána ÍSP 500 milljónir króna til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningunni segir að tekjur af bréfasendingum vegna alþjónustu hafi dregist saman á meðan dreifikerfið hafi stækkað með fjölgun íbúða og fyrirtækja. Þá hafi auknar tekjur af pakkasendingum ekki dugað til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Stór þáttur í því er aukinn fjöldi sendinga vegna netverslunar frá Kína og öðrum löndum sem flokkuð eru sem þróunarríki. Því hefur talsvert gengið á eigið fé ÍSP. ÍSP hefur einkarétt á bréfsendingum undir 50 grömmum og ber einnig skylda samkvæmt lögum til að sinna svokallaðri alþjónustu á sendingum undir tuttugu kílógrömmum. Á síðasta ári nam hagnaður ÍSP vegna einkaréttar rúmum 370 milljónum og rúmum 497 milljónum árið á undan. Tap vegna samkeppni innan alþjónustu nam á móti tæplega 1,5 milljörðum á sama tímabili. Að sögn ÍSP liggur rót vandans þarna. Vegna þessa fór ÍSP fram á það að íslenska ríkið myndi lána fyrirtækinu 1,5 milljarða króna til að mæta þeim vanda sem við blasir þar sem viðskiptabanki fyrirtækisins hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Breytingatillaga á fjárlögum var lögð fyrir þingið fyrir aðra umræðu en tekin út þar sem fjárlaganefnd þingsins vildi kanna hvort rétt væri að binda fjárveitinguna einhverjum skilyrðum. Verður það fyrir þriðju umræðu.Lán sem varla fást endurgreidd Séu ársskýrslur ÍSP og dótturfélaga skoðaðar má hins vegar sjá hluti sem benda til þess að fjárfestingar félagsins hafi ekki skilað sér sem skyldi. Árið 2006 keypti ÍSP prentsmiðjuna Samskipti ehf. Þá var tap á rekstri félagsins og eigið fé neikvætt upp á 63 milljónir. Kaupverð var ekki gefið upp en niðurfært kaupverð í ársreikningum 2009-2011 nam 131 milljón. Tilgangur kaupanna var meðal annars að mæta kröfum viðskiptavina um aukna þjónustu og auka verðmæti eignahluta félagsins. Áframhaldandi taprekstur var á fyrirtækinu eftir kaupin að undanskildu árinu 2007 en þá keypti ÍSP fasteign af Samskiptum. Árið 2013 var búið að afskrifa að fullu viðskiptavild ÍSP í Samskiptum og á sama ári setti ÍSP aukið hlutafé, 55 milljónir króna, í fyrirtækið. Annað dótturfélag ÍSP er fyrirtækið ePóstur sem stofnað var árið 2012. Samkvæmt ársreikningi 2013 fékk fyrirtækið 247 milljónir í lán frá móðurfélagi sínu. Tap á rekstri var 80 milljónir það rekstrarár og eiginfjárstaða félagsins neikvæð sem því nemur. 2014 fékk fyrirtækið aftur lán frá ÍSP, nú upp á 55 milljónir. Fyrirtækið skilaði rekstrartapi upp á 90 milljónir það ár og var eigið fé neikvætt um 151 milljón. Þá er athyglivert að lán ÍSP til ePósts hefur nær enga vexti borið og mun ekki koma til með að gera það. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að nú sé unnið að því að innlima ePóst inn í móðurfélagið. Nær öruggt má því telja að lánveitingar fyrirtækisins fáist ekki endurgreiddar.Fjárfestingar víða í rekstri Þá eru ótaldar aðrar fjárfestingar ÍSP en á undanförnum áratug hefur fyrirtækið fjárfest fyrir hundruð milljóna í húsnæði, bílum og tækjum. Í kringum tíu ára afmæli ÍSP, árin 2005 og 2006, voru byggð tíu ný pósthús víðsvegar um landið og sagt frá því að fyrirtækið væri að hefja innreið sína að fullu inn á flutningamarkað. Þá festi ÍSP árið 2012 kaup á glænýrri póstflokkunarvél fyrir hátt í 200 milljónir króna. Að endingu er vert að nefna að í lok síðasta árs var ákveðið að stækka flutningamiðstöð ÍSP í Reykjavík. Hún mun kosta 700 milljónir. „Það er alveg mál að hluti af þessum rekstrarvanda er tilkominn vegna kostnaðar sem hlýst af alþjónustunni og að hagnaður af einkarétti stendur sífellt minna undir henni. En svo getur maður spurt sig hvort það séu aðrar ákvarðanir sem vega þyngra og snúa að samkeppnishlutanum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Willum segir mikilvægt að passa upp á verðmæti hlutabréfa ríkisins í ÍSP. Ríkinu beri skylda til að tryggja alþjónustu og að pakkar og sendingar berist áfram til landsmanna. Því sé verið að skoða að binda lánveitinguna einhverjum skilyrðum. „Ef fjárfestingar í samkeppnisrekstri vega þyngra en blasir við í dag þá er ástæða til þess að fá óháðan aðila til að skoða málið,“ segir Willum. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, á sæti í stjórn ÍSP. Þá var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í stjórn frá 2000 til 2013.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira