Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:06 Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“ Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“
Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26