Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:06 Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“ Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“
Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26