Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:59 Trump og Roberts þann 20. janúar 2017 þegar Trump tók við embætti forseta. Það er hlutverk forseta Hæstaréttar að láta forsetann sverja embættiseið. Getty/Alex Wong John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira