Enski boltinn

Rekinn úr ensku úrvalsdeildinni og vill dæma í Noregi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá Old Trafford til Tromsö. Það bíða aðrar aðstæður Madley í Noregi.
Frá Old Trafford til Tromsö. Það bíða aðrar aðstæður Madley í Noregi. vísir/getty
Knattspyrnudómarinn Bobby Madley var rekinn úr ensku úrvalsdeildinni í ágúst en vill nú taka upp þráðinn á ný í Noregi af öllum stöðum.

Hinn 32 ára gamli Madley var rekinn fyrir að senda óviðeigandi mynd á samfélagsmiðlum þar sem fatlaður maður kom við sögu.

Madley er þó ekki búinn að fá nóg af dómgæslu og hefur nú lýst yfir áhuga á því að dæma í norsku úrvalsdeildinni.

„Ég myndi elska að dæma í Noregi. Ég skil samt vel að ég þurfi að vinna hart í mínum málum og sanna að mér sé treystandi. Það er bara sanngjarnt,“ sagði Madley við norska ríkisútvarpið.

„Samkvæmt samningi mínum við ensku deildina þá get ég ekki rætt brottvikningu mína í þaula. Ég get þó sagt að flest af því sem var skrifað í fréttirnar er ekki rétt. Það var mjög særandi.“

Yfirmaður dómaramála í Noregi, Terje Hauge, hefur þegar gefið út að hann reikni með Madley er nýtt tímabil byrjar í mars.

„Ég hef þegar hafið minn undirbúning til þess að dæma í Noregi. Ég er búinn að horfa mikið á norska boltann og gæðin í dómgæslunni eru mjög góð.“

Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 og dæmdi leikinn um Samfélagsskjöldinn í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×