Staðfesting á að við séum að gera eitthvað áhugavert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Davíð Freyr, hæstánægður með verðlaunagripinn Svifölduna og blómin. „Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
„Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira